banner forsida600x150

Vorhappdrætti Chelsea klúbbsins 2019

Vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á Íslandi er á sínum stað að venju, sama gamla góða fyrirkomulagið, fyrir hvern fimm hundruð kall sem þú leggur inn á reikning Chelsea klúbbsins færðu nafn þitt skráð einu sinni í happdrættispottinn góða en að sjálfsögðu er þér heimilt að reiða eins marga fimm hundruð kalla af hendi og þér lystir, t.d. færðu nafnið þitt skráð einu sinni ef þú greiðir kr. 500.-, fimm sinnum ef þú greiðir kr. 2500.-, tíu sinnum ef þú greiðir kr. 5.000.- o.s.frv.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0117-26-3840, kt. 690802-3840, vinsamlegast tilgreinið HAPPDRÆTTI í tilvísun og kennitölu ykkar í GREIÐANDI. 

Veglegir vinningar að vanda, m.a. dekk undir bílinn í boði Dekkjahallarinnar að andvirði kr. 70.000.-, Chelsea fótbolti, áritaður af leikmönnum Chelsea o.fl. o.fl.

Nánari vinningaskrá verður svo kynnt er nær dregur drætti en dregið verður í happdrættinu á félagsfundi sem væntanlega verður haldinn í Ölveri seinni part maímánaðar, upplýsingar varðandi fundarefni og fundartíma verða sendar ykkur síðar.

Ekki flókið, allir að taka þátt, margt smátt gerir eitt stórt!

Nánari upplýsingar í síma 864 6205.

Chelsea vs Watford

Vegna leikja Chelsea í undanúrslitum Evrópudeildarinnar hefur leikur Chelsea gegn Watford í Úrvalsdeildinni verið færður til sunnudagsins 5. maí og hefst hann kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Þetta er síðasti heimaleikur Chelsea í Úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu og verður hann EKKI sýndur beint í bresku sjónvarpsstöðvunum.

The Shed Wall, úrslit liggja fyrir

Íslandsvinurinn Bobby Tambling varð hlutskarpastur í kjörinu um hvaða goðsögn úr röðum fyrrum leikmanna Chelsea Football Club skyldi næstur njóta þess heiðurs að prýða The Shed Wall á Stamford Bridge en úrslitin voru kunngjörð á heimasíðu Chelsea Football Club, www.chelseafc.com, í dag en þar má finna nánari upplýsingar um Bobby Tambling og feril hans hjá Chelsea.

Í tilefni af kjörinu mun verða athöfn við The Shed Wall á fimmtudag fyrir leik Chelsea vs Slavia Prag í Evrópudeildinni og hefst hún kl. 17:30 að staðartíma.

image002

Bobby Tambling við Bláa lónið ásamt Ron „Chopper“ Harris.

Evrópudeildin, möguleg undanúrslit, forkaupsréttur á miðum

Fari svo að Chelsea hafi betur gegn Slavia Prag í 8 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu mun liðið mæta sigurvegurunum í viðureign Benfica og Eintracht Frankfurt í undanúrslitum keppninnar og fer síðari leikur þeirrar viðureignar þá fram á Stamford Bridge fimmtudagskvöldið 9. maí n.k.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til og með þriðjudagsins 16. apríl, tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ATH. Chelsea hefur ákveðið að verði af þessari viðureign, þ.e. Chelsea vs Benfica/Eintracht Frankfurt, mun miðasala á leikinn falla undir Loyalty punktaregluna og þurfa félagsmenn að ráða yfir 10 Loyalty punktum til að njóta forkaupsréttar okkar.

Ekki er vitað að svo stöddu um forkaupsrétt okkar á miðum á fyrri leik liðanna (Benfica/ Eintracht Frankfurt vs Chelsea) fari svo að Chelsea komist í undanúrslitin en upplýsingum þar um verður komið á framfæri um leið og þær berast frá höfuðstöðvunum í London.

Nýr leiktími Chelsea gegn Brighton & Hove Albion

Frestaður leikur Chelsea gegn Brighton & Hove Albion hefur nú verið settur á miðvikudagskvöldið 3. apríl n.k.  Leikurinn sem fer fram á Stamford Bridge hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma. Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 11:00 á morgun, miðvikudag 20. mars 2019.

ATHUGIÐ að þeir sem höfðu pantað miða á þennan leik áður en til frestunar hans kom þurfa að staðfesta fyrri pöntun fyrir sama tíma, annars verður litið svo á að viðkomandi hafi hætt við!

Tekið er við miðapöntunum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Evrópudeildin, möguleg undanúrslit - forkaupsréttur á miðum

Fari svo að Chelsea hafi betur gegn Slavia Prag í 8 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu mun liðið mæta sigurvegurunum í viðureign Benfica og Eintracht Frankfurt í undanúrslitum keppninnar og fer síðari leikur þeirrar viðureignar þá fram á Stamford Bridge fimmtudagskvöldið 9. maí n.k.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til og með þriðjudagsins 16. apríl, tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

ATH. Chelsea hefur ákveðið að verði af þessari viðureign, þ.e. Chelsea vs Benfica/Eintracht Frankfurt, mun miðasala á leikinn falla undir Loyalty punktaregluna og þurfa félagsmenn að ráða yfir 10 Loyalty punktum til að njóta forkaupsréttar okkar.

Ekki er vitað að svo stöddu um forkaupsrétt okkar á miðum á fyrri leik liðanna (Benfica/ Eintracht Frankfurt vs Chelsea) fari svo að Chelsea komist í undanúrslitin en upplýsingum þar um verður komið á framfæri um leið og þær berast frá höfuðstöðvunum í London.

Bestu kveðjur,

Stjórnin.

Hvern viltu fá á The Shed Wall?

Nú getur þú haft áhrif á útlit The Shed Wall á Stamford Bridge en Chelsea Football Club býður þessa dagana stuðningsmönnum félagsins  að kjósa á milli fimm Chelsea goðsagna um hver þeirra verður þess heiðurs aðnjótandi að verða næsti „The Shed Wall félagi“ á Stamford Bridge.

Þeir leikmenn sem valið stendur um eru þessir (í stafrófsröð):

  • Bobby Tambling
  • Charlie Cooke
  • Jimmy Greaves
  • John Hollins
  • Roy Bentley

Nánari upplýsingar um þessa kappa má svo finna á heimasíðu Chelsea, www.chelseafc.com en kjörið, sem stendur yfir til föstudagsins 22. mars n.k., fer fram á heimasíðunni, einnig á The 5th Stand App.

Opna síðuna