banner forsida600x150

Sérmerktar könnur og bollar

Nú stendur öllum sönnum stuðningsmönnum Chelsea FC til boða að næla sér í sérmerktar könnur og bolla. Gripirnir eru merktir með Chelsea Supporters Club Iceland, official merki klúbbsins okkar á Íslandi ásamt nafni eða annarri sérmerkingu að eigin vali. Ölkannan kostar kr. 3.490.- og bollinn er á kr. 2.990.- og eru merktir af Markó-Merkjum í Hafnarfirði.

Afgreiðslutíminn er um 10 dagar en þeir sem panta fá tölvupóst þegar þær eru tilbúnar.

Hægt er að panta með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Munið að tilgreina nafn, netfang, fjölda og tegund auk hvaða nafn/nöfn eiga að vera sett á vöruna.

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Chelsea klúbburinn fagnar tímamótum

Í dag, 16. mars 2018, eru liðin 21 ár frá stofnun Chelsea klúbbsins á Íslandi en þennan dag á því herrans ári 1997 komu saman í Ölveri 30 – 40 áhugasamir fylgismenn Chelsea Football Club hér á landi og stofnuðu formlega Chelsea klúbbinn á Íslandi.

Síðar þetta sama ár var Chelsea klúbburinn á Íslandi svo viðurkenndur af Chelsea Football Club  sem opinber stuðningsklúbbur félagsins með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir og er svo enn í dag.

Hafa samskipti klúbbsins við móðurfélagið verið stöðug og með miklum ágætum í gegnum tíðina og nýtur íslenski klúbburinn þess heiðurs að vera einn af 32 Platinum klúbbum hjá Chelsea, er sá flokkur fullskipaður og komast færri þar að en vilja en alls eru opinberir stuðningsklúbbar Chelsea á annað hundrað og koma víðs vegar að úr henni veröld.

Skráðir félagar í Chelsea klúbbnum á Íslandi á afmælisdeginum eru alls 372.
Til hamingju með daginn félagsmenn góðir.

Stjórnin.

Leikmaður ársins

Nú er komið að kosningu á leikmanni ársins hjá Chelsea Football Club vegna yfirstandandi keppnistímabils. Kosningin er sameiginleg með öllum viðurkenndum stuðningsmannaklúbbum Chelsea og verða tveir fulltrúar einhvers þeirra klúbba er taka þátt svo dregnir út að lokinni kosningu og fá þeir tækifæri til að afhenda leikmanni ársins viðurkenningu vegna kjörsins fyrir leik Chelsea vs Huddersfield Town sem fyrirhugaður er á Stamford Bridge laugardaginn 21. apríl n.k.

Svo er bara að drífa í að kjósa og senda okkur atkvæði ykkar fyrir kl. 12:00 föstudaginn 23. mars á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þess má geta að einn heppinn þátttakandi fær glaðning frá Chelsea klúbbnum.

Meistarakveðja,
Stjórnin.

P.S. Chelsea Football Club fagnar 113 ára afmæli í dag og við gerum kröfu til leikmanna liðsins um 3 stig í leiknum gegn Crystal Palace nú síðdegis í afmælisgjöf til félagsins!

Leicester City og Chelsea

Leicester City og Chelsea eigast við í sjöttu umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram á King Power Stadium leikvanginum í Leicester sunnudaginn 18. mars n.k. og hefst hann kl. 16:30, sýndur beint á BBC One.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur, nánar tiltekið til kl. 12:00 mánudaginn 5. mars n.k. Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Athugið að vegna þátttöku Chelsea í ensku bikarkeppninni hefur leik liðsins gegn Burnley sem fyrirhugaður var laugardaginn 17. mars í Burnley verið frestað um óákveðinn tíma.

Tilfærsla á leikjum

Nú liggur fyrir hvaða leikir Chelsea í Úrvalsdeildinni í apríl verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Chelsea vs West Ham United, fer fram á Stamford Bridge sunnudaginn 8. apríl og hefst kl. 15:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Southampton vs Chelsea, fer fram á Saint Mary´s laugardaginn 14. apríl og hefst kl. 11:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Swansea City vs Chelsea, fer fram á Liberty Stadium laugardaginn 28. apríl og hefst kl. 16:30, sýndur beint á BT SPORT.

Barcelona og Chelsea 14. mars

Barcelona og Chelsea eigast við í Meistaradeild Evrópu á Camp Nou miðvikudagskvöldið 14. mars n.k. en þetta er seinni leikur liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 12:00 mánudaginn 12. febrúar. ATHUGIÐ að reglan „One ticket per member“ er hér í fullu gildi, sama má segja um hlutfallsregluna, þ.e. ef eftirspurn eftir miðum verður meira en framboð verður okkur úthlutað miðum í hlutfalli við umsóknir annarra stuðningsklúbba félagsins.

FA Cup Chelsea vs Hull City

Chelsea mætir Hull City á Stamford Bridge í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram föstudagskvöldið 16. febrúar n.k., hefst hann kl. 20:00 og verður sýndur beint á BT SPORT.
Forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn er mjög skammur eða til kl. 10:00 föstudaginn 2. febrúar.
Miðapantanir berist formanni klúbbsins á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , miðar nánast á hálfvirði og 5 Loyalty punktar í boði.
Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.