rag-rafmagnshjol
banner forsida600x150

Chelsea - PSG - Hóteltilboð

Nú liggur fyrir tilboð frá Chelsea hótelinu vegna leiks Chelsea gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikur liðanna fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 11. mars n.k.
Verð samkvæmt tilboði þessu eru sem hér segir:

Ein nótt

Tvær nætur

Þrjár nætur*

Eins manns herbergi

Tveggja manna herbergi

Þriggja manna herbergi

Eins manns herbergi

Tveggja manna herbergi

Þriggja manna herbergi

Eins manns herbergi

Tveggja manna herbergi

Þriggja manna herbergi

£500.00

£655.00

£775.00

£680.00

£850.00

£1,140.00

£830.00

£1,020.00

£1,335.00

Gjald fyrir 12 ára og yngri

Gjald fyrir 12 ára og yngri

Gjald fyrir 12 ára og yngri

£100.00

£120.00

£140.00*Ef teknar eru þrjár nætur eða fleiri er skoðunarferð um Stamford Bridge innifalin, hver aukanótt umfram þrjár nætur kostar GBP 115.- í eins manns herbergi, GBP 62,50 á mann í tveggja manna herbergi og GBP 47.- á mann í þriggja manna herbergi.

Annars er eftirtalið innifalið:
1·         „Complimentary Welcome Drink“  í Delta Lounge.
1·         Þriggja rétta máltíð fyrir leik, hálf flaska af víni hússins, vatn, te og kaffi.
1·         Enskur morgunverður á hverjum morgni dvalarinnar.
1·         Miði á leikinn.
1·         Leikskrá.

Forkaupsréttur okkar er til 28. janúar n.k.
Athugið að öll verð eru miðað við stærð herbergis, t.d. kostar ein nótt í tveggja manna herbergi GBP 327,50  á mann o.s.frv.
Nánari upplýsingar veitir formaður Chelsea klúbbsins í síma 864 6205.

GSM hlífar - sérmerktar

Ykkur stendur nú til boða GSM-símahlífar í Chelsea litum og með merki Chelsea klúbbsins á Íslandi gegn vægu gjaldi, einnig getið þið fengið nafnið ykkar (eða nánast hvaða nafn sem er) á hlífarnar fyrir smá aukaþóknun.

Verð á hlífunum er kr. 2.990.- ef hlífin er eingöngu með íslenska Chelsea merkinu en kr. 3.490.- ef bætt er við nafni samkvæmt ósk kaupanda. Sendingarkostnaður ásamt virðisaukaskatti er innifalinn í verðinu.

Þær stærðir sem í boði eru passa við eftirtalda símategundir:

  • iPhone 4 – 4S – 5 – 5S – 6
  • Samsung Note 2 – S3 – S4.

Til að tryggja sér slíka hlíf þarf að greiða inn á reikning 0701-26-3840, kt. 690802-3840 og setja GSM í skýringu greiðslu. Að því loknu sendið þið tölvupóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og tilgreinið í honum fyrir hvaða ofangreinda tegund af GSM síma hlífin er ætluð og hvort og þá hvaða nafn þið viljið að skreyti hlífina.

Afgreiðslufrestur er 10 – 14 dagar!

Liverpool v Chelsea frestað

Leik Liverpool gegn Chelsea í Úrvalsdeildinni er fyrirhugaður var að fram færi á Anfield laugardaginn 12. mars n.k. hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma þar sem Chelsea á leik í FA Cup þessa sömu helgi, reyndar í Liverpool en gegn Everton!

Forkaupsréttur okkar á miðum á leik Liverpool v Chelsea verður opnaður að nýju og um leið og nánari fréttir um tímamörk forkaupsréttar og mögulegan fjölda Loyalty Points sem væntanlegir umsækjendur þurfa að ráða yfir berast úr höfuðstöðvunum verða þær birtar hér á Chelsea.is sem og í tölvupósti til félagsmanna.

Nánari upplýsingar í síma 864 6205.

Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar

Chelsea mætir Milton Keynes Dons (MK Dons) í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram sunnudaginn 31. janúar n.k. á heimavelli MK Dons, Stadium MK.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 14:00 á morgun, fimmtudag 21. ianúar 2016. Leikur liðanna verður sýndur beint á BBC.

Verði jafntefli niðurstaðan munu liðin eigast við að nýju og þá á Stamford Bridge miðvikudagskvödið 10. febrúar 2016.

Nánari upplýsingar í síma 864 6205.

Hótelpakkar á leik Chelsea v PSG

Eins og fram kom í tölvupósti til ykkar í síðustu viku er komið tilboð frá The Millennium & Copthorne Hotelsat Chelsea Football Club í hótelpakka á leik Chelsea v Parist Saint Germain í Meistaradeild Evrópu en leikurinn fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 9. mars 2016. 

Ekki reyndist unnt að senda póst til ykkar vegna þessa sl. laugardag eins og fyrirhugað var vegna óvissuþáttar er kom upp en hefur nú verið leyst úr, tilboðið frá hótelinu fer hér á eftir: 

Date

Opponents

One Night

Two Nights

Three Nights*

    Single

Double/ Twin

Triple

Single

Double/ Twin

Triple

Single

Double/ Twin

Triple

9/3/16

Paris Saint-Germain

£560.00

£715.00

£996.00

£740.00

£900.00

£1,185.00

£905.00

£1,075.00

£1,365.00

  CHILD SUPPLEMENT

£110.00

£120.00

£140.00

 

Innifalið:

  • ·         Gisting á Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club.
  • ·         “Welcome drink”  í Delta Lounge.
  • ·         Þriggja rétta máltíð fyrir leik, innifalið hálf flaska af víni hússins og vatnsflaska á hvern gest, einnig te og kaffi.
  • ·         Enskur morgunverður á hverjum morgni dvalarinnar.
  • ·         Miði á leikinn.
  • ·         Leikskrá.

Ef teknar eru þrjár gistinætur eða fleiri er skoðunarferð um Stamford Bridge og passi í Chelsea Museum innifalin í verðinu. Hver aukanótt umfram þrjár nætur kostar GBP 125.- í eins manns herbergi, GBP 65.- á mann í tveggja manna herbergi og GBP 49.- á mann í þriggja manna herbergi. Enskur morgunverður innifalinn.

Ekki er vitað á þessari stundu með forkaupsrétt okkar á miðum á þennan leik né hversu marga tryggðarpunkta Chelsea mun krefjast af félagsmönnum vegna kaupa á miðum á leikinn.

Færum ykkur fréttir af þeim málum um leið og þær berast úr höfuðstöðvunum.

Nánari upplýsingar í síma 864 6205.

Tilfærsla á leikjum vegna sjónvarpsútsendinga, forkaupsréttur á miðum o.fl.

Nú er ljóst að Chelsea mætir Scunthorpe United í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge sunnudaginn 10. janúar 2016 og hefst hann kl. 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á BT Sport.

Leikur Chelsea gegn Manchester United sem fyrirhugaður var laugardaginn 6. febrúar 2016 hefur nú verið fluttur til sunnudagsins 7. febrúar n.k. og hefst hann kl. 16:00.

ATHUGIÐ að þessi leikur fellur undir Loyalty Points regluna hjá Chelsea Football Club og þurfa félagar í Chelsea klúbbnum á Íslandi að búa yfir 10 punktum til að eiga möguleika á miðum á þennan leik í forkaupsrétti sem lýkur laugardagskvöldið 19. desember kl. 23:00.

Þá hefur leikur Chelsea gegn Newcastle United sem fram á að fara á Stamford Bridge laugardaginn 13. febrúar n.k. verið færður til kl. 17:30 sama dag, forkaupsréttur á miðum er til kl. 23:00 laugardaginn 26. desember.

Leikirnir verða báðir sýndir beint á SKY SPORTS.

Þá er komið tilboð frá The Millennium & Copthorne Hotels í hótelpakka á leik Chelsea v Parist Saint Germain í Meistaradeild Evrópu en leikurinn fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 9. mars 2016.

Við kynnum þetta tilboð nánar á morgun, bæði með tölvupósti sem og á Chelsea.is og FC Chelsea á Íslandi.

Ekki er vitað á þessari stundu með forkaupsrétt okkar á miðum á þennan leik né hversu marga tryggðarpunkta Chelsea mun krefjast af félagsmönnum vegna kaupa á miðum á leikinn.

Færum ykkur fréttir af þeim málum um leið og þær berast úr höfuðstöðvunum.

Meistarakveðja.

Endurnýjun og nýskráning framlengd til 23. desember.

Nú fer hver að verða síðastur til að endurnýja aðild að Chelsea klúbbnum vegna yfirstandandi keppnistímabils en Chelsea Football Club lokar á endurnýjanir og nýskráningar þann 23. desember kl. 20:00!

Þau ykkar sem ekki endurnýja fyrir fyrrgreind tímamörk munu ekki fá neina fyrirgreiðslu hjá stjórn Chelsea klúbbsins varðandi miðakaup á leiki með Chelsea það sem eftir er keppnistímabilsins, sama gildir um kaup á hótelpökkum, með eða án gistingar, á leiki Chelsea á Stamford Bridge út keppnistímabilið.

Sum ykkar hafa fengið rukkun um lægsta árgjaldið, kr. 6.000.- (True Blue Ticket Only) í heimabanka ykkar, einfaldast er fyrir ykkur ef þið ætlið að vera áfram með í liði meistaranna að greiða árgjaldið þar.

Fyrir ykkur hin sem ekki hafa fengið sent rukkun í heimabanka en hyggið á áframhaldandi veru í Chelsea Football Club þá eru allar upplýsingar um árgjöld, kennitölu klúbbsins og reikningsnúmer að finna í meðfylgjandi viðhengi.