banner forsida600x150

Endurnýjun vs Loyalty punktar

Nú eru aðeins fjórar vikur til stefnu ef þið ætlið að tryggja ykkur 5 Loyalty punkta hjá Chelsea Football Club fyrir það eitt að endurnýja félagsaðildina tímanlega, þeir sem ganga frá endurnýjun og greiðslu árgjalds fyrir hádegi föstudaginn 28. júlí n.k. öðlast punktana 5 sjálfkrafa!

Frumútgáfa af leikjaskrá 2017 – 2018

Ágætu meistarar!

Nú er hægt að sjá frumútgáfu af leikjaskrá Chelsea keppnistímabilið 2017 – 2018 inni á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið á Chelsea FC og svo á Allir leikir og úrslit.

Úrslit í Tippleik Chelsea.is 2016 – 2017

Úrslit í Tippleik Chelsea.is 2016 – 2017 voru kunngerð á félagsfundi í Ölveri sl. laugardag.

Það fór ekki framhjá Tipplingum að tæknilegir örðugleikar voru að stríða okkur í byrjun tímabilsins, allir fjórir leikir Chelsea í ágústmánuði voru í tómu tjóni hjá nokkrum Tipplingum og því miður tókst þeim aðila er sá um tæknimál Tippleiksins ekki að leysa vandamálið fyrir lok tímabilsins þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um.

Félagsfundur laugardaginn 3. júní kl. 17 á Ölveri

Stjórn Chelsea klúbbsins boðar hér með til félagsfundar laugardaginn 3. júní n.k. í Ölveri og hefst hann kl. 17:00.

Fundarefni:

    Breyting á reglum Chelsea um árgjöld, inneignir og félagsaðild.
    Dregið í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins.
    Úrslit kunngjörð í Tippleik Chelsea.is, afhending vinninga.
    Keppnistímabilið 2017 – 2018, miða- & hótelpantanir.
    Leikmaður ársins, úrslit kosningar kunngjörð.
    Önnur mál.

Einn heppinn fundargestur hlýtur smáglaðning fyrir það eitt að mæta á fundinn, verður það þú?

Að fundi loknum, u.þ.b. klukkan 18:00, hefst svo upphitun fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu, Juventus og Real Madrid eigast við í Cardiff og hefst leikurinn kl. 18:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í Ölveri.

Árgjald í klúbbinn 2017 - 2018

Nú hafa árgjöld vegna starfsársins 2017 – 2018 verið ákveðin og lækka þau frá því sem verið hefur undanfarin misseri, þökk sé sterkri stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu!

Árgjöldin hjá Chelsea Football Club verða að mestu óbreytt frá því sem verið hefur, þó er lítils háttar hækkun á árgjöldum í ódýrustu flokkunum en hún er óveruleg eða 1 – 2 GBP.

Vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á Íslandi

Dregið var í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á Íslandi á félagsfundi laugardaginn 3. júní sl. Skemmst er frá því að segja að undirtektir við happdrættinu slóu öll met enda vinningar hinir glæsilegustu. Haft hefur verið samband við alla vinningshafa og þeir látnir vita um vinnninga sína.

Chelsea og Arsenal í FA Cup 27. maí á Wembley

Nú er ljóst að Chelsea og Arsenal leika til úrslita í ensku bikarkeppninni og fer leikur liðanna fram á Wembley laugardaginn 27. maí n.k.

ÞVÍ MIÐUR er það svo að við höfum ekki forkaupsrétt á miðum á úrslitaleiki í ensku bikarkeppnunum né á úrslitaleiki í Evrópukeppnunum. Og það er nokkuð ljóst að Chelsea mun krefjast mjög svo margra Loyalty punkta þegar þeir setja miða á leikinn í sölu til félagsmanna, svo margra að mjög fáir ef nokkrir af okkar félagsmönnum munu eiga þar einhvern möguleika í fyrstu atrennu. Áhugasamir félagsmenn geta sent okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þeir vilja fara á biðlista hjá okkur í þeirri von að á einhverjum tímapunkti muni þeir eiga nógu marga punkta til að öðlast möguleika á kaupum á miðum á leikinn.

Ef þið hafið einhver önnur ráð með að fá miða á leikinn þá endilega nýtið ykkur þau og það sem fyrst!

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.