banner forsida600x150

Vinna Chelsea Ladies tvöfalt?

Í kvöld leika Chelsea Ladies gegn Bristol City Women í WSL 1 deildinni (Úrvalsdeild kvenna) og tapi okkar stúlkur ekki leiknum tryggja þær sér Englandsmeistaratitilinn í ár en stúlkurnar eru nýbakaðar bikarmeistarar, unnu Arsenal fyrir skemmstu í bráðfjörugum leik á Wembley ( 3-1 ) að viðstöddum yfir 45000 áhorfendum, þar á meðal voru nokkrir Íslendingar. Leikurinn er sýndur beint á BT Sport og hefst hann kl. 18:00.

Minnum svo á að vorhappdrætti Chelsea klúbbsins er nú í fullum gangi og líkt og undanfarin ár er það sama gamla góða fyrirkomulagið, fyrir hvern fimm hundruð kall sem þú leggur inn á reikning Chelsea klúbbsins færðu nafn þitt skráð einu sinni í happdrættispottinn góða en að sjálfsögðu er þér heimilt að reiða eins marga fimm hundruð kalla af hendi og þér lystir, t.d. færðu nafnið þitt skráð einu sinni ef þú greiðir kr. 500.-, fimm sinnum ef þú greiðir kr. 2500.-, tíu sinnum ef þú greiðir kr. 5.000.- o.s.frv.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0117-26-003840, kt. 690802-3840, vinsamlegast tilgreinið HAPPDRÆTTI í tilvísun og kennitölu ykkar í GREIÐANDI.

Á meðal vinninga má nefna Yokohama dekkjaumgang undir bílinn í boði Dekkjahallarinnar, Chelsea keppnistreyju, árituð af leikmönnum Chelsea, einnig Chelsea fótbolta, sömuleiðis áritaður af leikmönnum Chelsea, gjafabréf frá Gaman Ferðum, gjafabréf frá Kjötsmiðjunni, Chelsea varning frá Marko-Merkjum, gjafabréf frá Kormáki & Skildi, gjafabréf frá American Bar o.fl. o.fl.

Dregið verður í happdrættinu á félagsfundi sem verður haldinn í Ölveri laugardaginn 26. maí n.k.

Nánar um vinninga og félagsfundinn á næstunni.

Minnum einnig á að nú hefur verið opnað fyrir endurnýjanir og nýskráningar í Chelsea klúbbinn!

Árgjöld 2018-2019

Nú hafa árgjöld vegna starfsársins 2018 – 2019 verið ákveðin og verða þau óbreytt frá því sem nú er. Flokkarnir eru hinir sömu og að undanförnu, þ.e. True Blue Original (TBO), True Blue Magazine (TBM), True Blue Ticket Only (TBTO), True Blue Teens (TBT) og True Blue Juniors (TBJ) og innihald þeirra er svipað og verið hefur.Okkur er heimilt að leggja GBP 15.- á hvert árgjald til að standa straum af kostnaði við rekstur félagsins en stjórnin hefur ákveðið að fara varlega í þær álögur en áskilur sér hins vegar rétt til að endurskoða árgjöldin ef breska pundið fer eitthvað að stríða okkur.

Verð hvers árgjaldsflokks verður því sem hér segir:

  • True Blue Original = Kr. 12.000.-
  • True Blue Magazine = Kr. 10.000.-
  • True Blue Ticket Only = Kr. 5.500.-
  • True Blue Teens = Kr. 4.500.-
  • True Blue Juniors = Kr. 4.000.-

Reikningsnúmer Chelsea klúbbsins er 0117-26-3840, kennitala 690802-3840. Vinsamlegast setjið árgjald í skýringu / tilvísun greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðanda. Nánari upp

lýsingar um innihald hvers flokks fyrir sig er svo að finna á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið þar á Chelsea klúbburinn og svo á Árgjöld/Skráning.

Og nú er um að gera að drífa í að endurnýja og tryggja sér bónuspunktana hjá Chelsea Football Club í leiðinni!

Vorhappdrætti Chelsea klúbbsins 2018

Dregið var í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á félagsfundi laugardaginn 26. maí sl og hefur vinningshöfum verið tilkynnt um vinninga þeirra.

Skemmst er frá því að segja að undirtektir voru frábærar, fyrra þátttökumet slegið svo um munaði.

Stjórn Chelsea klúbbsins færir öllum þeim er þátt tóku bestu þakkir fyrir þeirra framlag og ekki síður er þeim er lögðu til vinninga færðar þakkir og bestu kveðjur fyrir stuðninginn.

FA Cup - miðar á úrslitaleikinn

Þar sem úrslitaleikurinn í FA Cup ( Chelsea vs Manchester United) fellur ekki undir forkaupsréttar okkar á miðakaupum verður mjög erfitt fyrir okkur að fá miða á þennan leik fyrir okkar félagsmenn.

Það er ljóst að þegar miðar fara í sölu til félagsmanna mun Chelsea krefjast það margra Loyalty punkta að líkast til munu örfáir af okkar félögum eiga þar einhverja möguleika.

Við munum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að útvega áhugasömum miða en getum ekki ábyrgst að það skili árangri.

Sakar ekki að senda okkur beiðni, við bíðum eftir tilkynningu frá Chelsea um fyrirkomulag miðasölu og punktafjölda sem krafist verður, þá sjáum við betur hvaða möguleikar verða í stöðunni.

Annars vekjum við athygli á að Gaman Ferðir bjóða upp á pakkaferð á þennan leik, sjá nánar á www.gaman.is

 

FA Cup, undanúrslit, miðar á lausu

Vegna forfalla eru lausir miðar í boði á leik Chelsea og Southampton er eigast við í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar en leikur liðanna fram á Wembley leikvanginum sunnudaginn 22. apríl n.k.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Leikmaður ársins - alþjóðleg niðurstaða

Þá liggja úrslit í kjöri stuðningsklúbba Chelsea Football Club á leikmanni ársins fyrir og eru úrslit þar á sama veg og hjá ykkur, félögum í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

WILLIAN er leikmaður ársins að mati félaga í stuðningsklúbbunum og fær hann viðurkenningu vegna kjörsins afhenta á Stamford Bridge fyrir leik Chelsea vs Liverpool þann 6. maí n.k.

Það kemur svo í hlut fulltrúa Bath, Bristol and South Wales klúbbsins að afhenda Willian viðurkenninguna.

Chelsea vs. Huddersfield Town

Vegna leiks Chelsea vs Huddersfield Town sem hefur nú verið færður til miðvikudagskvöldsins 9. maí n.k. hefur Chelsea Football Club ákveðið, í ljósi þess að hér er um síðasta heimaleik liðsins á keppnistímabilinu að ræða, að fella hann undir Loyalty Points regluna og þurfa okkar félagsmenn að ráða yfir 10 punktum til að geta nýtt sér forkaupsrétt sinn.

Forkaupsrétturinn er mjög skammur eða til kl. 12:00 mánudaginn 9. apríl.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.