banner forsida600x150

Leikmaður ársins - alþjóðleg niðurstaða

Þá liggja úrslit í kjöri stuðningsklúbba Chelsea Football Club á leikmanni ársins fyrir og eru úrslit þar á sama veg og hjá ykkur, félögum í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

WILLIAN er leikmaður ársins að mati félaga í stuðningsklúbbunum og fær hann viðurkenningu vegna kjörsins afhenta á Stamford Bridge fyrir leik Chelsea vs Liverpool þann 6. maí n.k.

Það kemur svo í hlut fulltrúa Bath, Bristol and South Wales klúbbsins að afhenda Willian viðurkenninguna.

Chelsea vs. Huddersfield Town

Vegna leiks Chelsea vs Huddersfield Town sem hefur nú verið færður til miðvikudagskvöldsins 9. maí n.k. hefur Chelsea Football Club ákveðið, í ljósi þess að hér er um síðasta heimaleik liðsins á keppnistímabilinu að ræða, að fella hann undir Loyalty Points regluna og þurfa okkar félagsmenn að ráða yfir 10 punktum til að geta nýtt sér forkaupsrétt sinn.

Forkaupsrétturinn er mjög skammur eða til kl. 12:00 mánudaginn 9. apríl.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hinsta kveðja - Ray Wilkins

rayGenginn er á braut einn af bestu sonum Chelsea Football Club og ensku knattspyrnunnar, Raymond Colin Wilkins lést fyrr í dag, 61 árs að aldri.

Ray Wilkins heimsótti Ísland í júlímánuði 2011 sem aðstoðarmaður Nigel Spackman hjá Millwall en liðið var statt hér á landi í æfingaferð og lék hér þrjá leiki.Nokkrir félagar í Chelsea klúbbnum heilsuðu upp á þá félaga eftir leik KR vs Millwall og áttu ánægjulega stund með þeim félögum,

Nýir leiktímar

Nú liggur fyrir að leikur Chelsea vs Liverpool í Úrvalsdeildinni mun fara fram á Stamford Bridge sunnudaginn 6. maí og hefst hann kl. 15:30 að íslenskum tíma, sýndur beint á SKY SPORTS.

Þá hefur leikur Chelsea vs Huddersfield Town sem fyrirhugaður var á Stamford Bridge  laugardaginn 21. apríl n.k. verið færður til miðvikudagskvöldsins 9. maí kl. 18:45.

Góður gestur í heimsókn - Mario Stanić

Króatíski leikmaðurinn Mario Stanić og fyrrum liðsmaður Chelsea FC á árunum 2000 til 2004 er staddur hér á landi ásamt fjölskyldu sinni á ferðalagi. Hann sat fund með KSÍ sl. föstudag en eins og flestir vita þá hefur hann verið einn af talsmönnum Króatíska landsliðsins og sem er jú einmitt eitt af þeim liðum sem mæta því íslenska í riðlakeppni HM nú í sumar.

Mario var mjög áhugasamur að kynna sér íslensku knatthúsin og í heimsókn sinni í Smárann furðaði hann sig á þeim góða árangri sem sem íslensk knattspyrna hefur náð á undanförunm árum. Hann hældi því íslenska og sagði að það væri óþægilega erfitt að þurfa takast á við íslenska landsliðið enn einu sinni. Hann var þó sigurviss. Að heimsókninni lokinni í Smárann sagðist hann þó hafa tekið frá tíma næsta sunnudag til að horfa á leik Chelsea og Tottenham. Lundúnaslagur af bestu gerð, sagði hann.

Chelsea klúbburinn á Íslandi náði tali af kappanum og var það úr að hann mun ásamt formanni klúbbsins og öðrum félögum hittast á English Pub og horfa á leik Chelsea í dag sem hefst klukkan 15. Gaf hann leyfi til að þola smá ágang af þeim sem vilja berja hann augum eða spjalla.

Hér er eitt af eftirminnilegustu mörkum hans með Chelsea
https://www.youtube.com/watch?v=cpBfbkfkWJc

Ofanrituð frétt er birtist á Chelsea.is þann 1. apríl var, eins marga hefur væntanlega grunað, í tilefni dagsins, þ.e. 1. apríl!

Leikmaður ársins

Nú liggja úrslit í kjöri á leikmanni ársins fyrir og hafa þau verið send til höfuðstöðvanna í London.

Þátttaka var ansi dræm, aðeins 46 félagsmenn sáu ástæðu til að taka þátt í kjörinu og féllu atkvæði þeirra sem hér segir:

  • Willian                        18 atkvæði
  • Eden Hazard               10 atkvæði
  • Cesar Azpilicueta         9 atkvæði
  • N´Golo Kanté                9 atkvæði

Nafn eins hinna 46 þátttakenda verður svo dregið úr happdrættispotti á vorfundi Chelsea klúbbsins í maí og hlýtur sá hinn sami glaðning að launum frá einum af styrktaraðilum klúbbsins.

FA CUP - undanúrslit

Chelsea og Southampton eigast við í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram á Wembley leikvanginum sunnudaginn 22. apríl n.k.

Leikurinn fellur undir Loyalty Points regluna hjá Chelsea og þarf 10 punkta til, ef eftirspurn verður meiri en framboð áskilur Chelsea sér rétt til að beita „hlutfallsreglunni“ þegar kemur að úthlutun miða.

Forkaupsréttur okkar á miðum er mjög skammur eða til kl. 10:00 mánudaginn 26. mars, tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.