banner forsida600x150

Tilfærsla á leikjum í október 2019

Tveir leikja Chelsea í Úrvalsdeildinni í október 2019 hafa verið fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

 • Southampton vs Chelsea, fer fam á Saint Mary´s sunnudaginn 6. október og hefst kl. 13:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Burnley vs Chelsea, fer fram á Turf Moor laugardaginn 26. október og hefst kl. 16:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Hafa ber í huga, endurnýjun o.fl.

Chelsea Football Club hefur ákveðið að færa tímamörk vegna endurnýjunar vs 5 Loyalty Points til föstudagsins 26. júlí n.k. og má búast við miklu álagi á heimasíðu félagsins þann dag, er því vissara að draga það ekki um of að endurnýja ef punktarnir 5 eiga að fást sjálfkrafa, punktar sem koma sér vel ef forkaupsréttur á að koma að notum vegna miðakaupa á leiki með Chelsea þegar punkta er krafist.

Félagatal Chelsea klúbbsins hefur nú verið uppfært á www.chelsea.is, ef nafnið þitt er ekki að finna þar áttu einfaldlega eftir að endurnýja, teljir þú hins vegar að það sé búið og gert en nafnið vanti í félagatalið þá endilega sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Tilfærsla á leikjum Chelsea í ágúst og september 2019 vegna sjónvarpsútsendinga

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í ágúst og september 2019 verða fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

 • Manchester United vs Chelsea, fer fam á Old Trafford sunnudaginn 11. ágúst og hefst kl. 15:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Chelsea vs Leicester City, fer fam á Stamford Bridge sunnudaginn 18. ágúst og hefst kl. 15:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Norwich City vs Chelsea, fer fram á Carrow Road laugardaginn 24. ágúst og hefst kl. 11:30, sýndur beint á BT SPORT.
 • Chelsea vs Liverpool, fer fram á Stamford Bridge sunnudaginn 22. september og hefst kl. 15:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Þess má geta að miðar á leik Chelsea vs Liverpool í Super Cup í Istanbul þann 14. ágúst eru nú komnir í almenna sölu til félagsmanna, fyrstir koma fyrstir fá.

Tímafrestur vegna miðapantana

Nú hefur Chelsea Football Club gefið út tímamörk þau er gilda um forkaupsrétt okkar á miðum á leiki með Chelsea í Úrvalsdeildinni keppnistímabilið 2019 - 2020 og má nálgast þau hér á síðunni undir liðnum Chelsea klúbburinn / Miðapantanir.

Við bætum svo við þann lið upplýsingum um forkaupsrétt okkar á miðum  á leiki Chelsea í öðrum keppnum eftir því sem okkur berast þær úr höfuðstöðvunum.

ATHUGIÐ að þar sem Chelsea hefur hækkað miðaverð í einstaka stúkur á suma af leikjum liðsins auk þess að taka aftur upp umsýslugjald neyðumst við til að hækka staðfestingar- & tryggingargjaldið í krónur 20.000.- hver miði, mismunur svo endurgreiddur þegar endanlegt verð liggur fyrir.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Evrópudeildarmeistarar 2019

Okkar er gleðin - okkar er sigurinn. - Notum tækifærið og óskum öllum stuðningsmönnum til hamingju með sigurinn í Azerbaijan án þess að tapa leik! Eitt af þremur liðum sem hefur unnið þessa keppni í úrslitaleik með meira en fjórum mörkum. Hin liðiin eru ensk. 

20190529 211025

Tippleikurinn með niðurstöðu og allt mun fara vel fram. Glæsilegir vinningar fyrir þá sem sigruðu í hverjum mánuði svo ekki sé nú minnst á aðalvinninginn í kvöld fyrir þá sem eru sigurvegarar.

Til hamingju allir.

toppurinn19

Nú er það næsta season. 

 

Dregið í Vorhappdrættinu

Dregið var í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á félagsfundi er haldinn var í Ölveri miðvikudagskvöldið 29. maí sl. en þátttaka í happdrættinu var mjög góð að vanda.

Búið er að hafa samband við þá vinningshafa sem ekki voru staðnum og eru þeir flestir nú búnir að fá vinninga sína í hendur sér eða senda til sín.

Stjórn Chelsea klúbbsins þakkar öllum þeim er lögðu málefninu lið, bæði þeim fjölda félagsmanna er freistuðu gæfunnar sem og velunnurum klúbbsins er lögðu til vinninga vegna þessa.

 

Árgjöld 2019 - 2020 vs Endurnýjun

Nú hafa árgjöld vegna starfsársins 2019 – 2020 verið ákveðin, verða þau óbreytt frá því sem nú er hvað varðar flokka fullorðinna en því miður þurfum við að hækka árgjöld barna og unglinga lítils háttar eða um kr. 500.- hvorn flokk.

Flokkarnir eru hinir sömu og að undanförnu, þ.e. True Blue Original (TBO), True Blue Magazine (TBM), True Blue Ticket Only (TBTO), True Blue Teens (TBT) og True Blue Juniors (TBJ) og innihald þeirra er svipað og verið hefur.

Okkur er heimilt að leggja GBP 15.- á hvert árgjald til að standa straum af kostnaði við rekstur félagsins en stjórnin hefur ákveðið að fara varlega í þær álögur en áskilur sér hins vegar rétt til að endurskoða árgjöldin ef breska pundið fer eitthvað að stríða okkur.

Verð hvers árgjaldsflokks verður því sem hér segir:

 • True Blue Original = Kr. 12.000.-
 • True Blue Magazine = Kr. 10.000.-
 • True Blue Ticket Only = Kr. 5.500.-
 • True Blue Teens = Kr. 5.000.-
 • True Blue Juniors = Kr. 4.500.-


Reikningsnúmer Chelsea klúbbsins er 0117-26-3840, kennitala 690802-3840. Vinsamlegast setjið árgjald í skýringu / tilvísun greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðanda. 

Nánari upplýsingar um innihald hvers flokks fyrir sig er svo að finna á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið þar á Chelsea klúbburinn og svo á Árgjöld/Skráning. 

Og nú er um að gera að drífa í að endurnýja og tryggja sér bónuspunktana hjá Chelsea Football Club í leiðinni!

Bestu kveðjur,

Stjórnin.

P.S. Takmarkað magn af True Blue Orginal (TBO) er í boði, viðbúið að sá flokkur seljist upp er líðar á sumarið!