banner forsida600x150

Nýskráningar 2014

Búið er að opna fyrir nýskráningar í Chelsea klúbbinn á Íslandi vegna keppnistímabilsins 2014 – 2015, sú breyting hefur orðið á frá fyrri misserum að árgjaldsflokkurinn True Blue International (TBI) hefur verið felldur niður samkvæmt ákvörðun Chelsea TV en árgjald í þessum flokki hljóðaði upp á kr. 7.000.- undanfarin ár og veitti m.a. aðgang að Chelsea TV á Netinu.
Hins vegar verður kynnt tilboð frá Chelsea TV fljótlega um aðgang að Chelsea TV, óháð árgjöldum, og munum við kynna það og koma á framfæri þegar upplýsingar þar um berast frá höfuðstöðvunum. Stjórn Chelsea klúbbsins hefur ákveðið að árgjöld skuli að öðru leyti vera óbreytt frá fyrra ári en allar upplýsingar um árgjöldin má finna á skráningarblaði vegna nýskráningar í meðfylgjandi viðhengi sem og reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins.
Vinsamlegast sendið okkur skráningarblaðið til baka með umbeðnum upplýsingum er þið hafið greitt valið árgjald.

Athugið að takmarkað framboð verður af árgjaldsflokki True Blue Original (TBO) en á síðasta ári seldist þessi flokkur upp um miðjan júlí!

Það væri okkur mjög að skapi ef þið gengjuð sem fyrst frá skráningu ykkar, þ.e.a.s. ef þið hyggið á inngöngu í Chelsea klúbbinn og þar með talið Chelsea Football Club, svo við getum sent skráningargögn ykkar til höfuðstöðvanna í London fyrir 1. júní n.k. en frá og með þeim degi er aðild ykkar virkjuð hafið þið greitt valið árgjald fyrir þann dag sem þýðir að þið náið fullri nýtingu á gildistíma árgjaldsins. Jafnframt auðveldar það okkur í stjórn félagsins alla vinnu í framhaldinu hvað varðar vinnu og uppgjör vegna skráningar ykkar.

Og síðast en ekki síst fá allir þeir er greiða árgjaldið fyrir 25. júlí n.k. fimm “Loyalty Points” hjá Chelsea Football Club sem gætu komið sér vel þegar þið hyggið á kaup á miðum á leiki Chelsea gegn stærri liðum, s.s. Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur o.fl.

Ekki má heldur gleyma að allir þeir er greiða árgjaldið fyrir fyrsta heimaleik næsta keppnistímabil fá nafn sitt í happdrættispottinn góða sem dregið verður úr á aðalfundi félagsins í haust!

Vinsamlegast skráið árgjald í “Tilvísun” og kennitölu viðkomandi félagsmanns í “Greiðandi”!

Endurnýjun 2014-2015

Ágætu félagar!

chelsea endurnyjunÞá er komið að greiðslu árgjalda fyrir keppnistímabilið 2014 – 2015, sú breyting hefur orðið á frá fyrri misserum að árgjaldsflokkurinn True Blue International (TBI) hefur verið felldur niður samkvæmt ákvörðun Chelsea TV en árgjald í þessum flokki hljóðaði upp á kr. 7.000.- undanfarin ár og veitti m.a. aðgang að Chelsea TV á Netinu.

Hins vegar verður kynnt tilboð frá Chelsea TV fljótlega um aðgang að Chelsea TV, óháð árgjöldum, og munum við kynna það og koma á framfæri þegar upplýsingar þar um berast frá höfuðstöðvunum.

Stjórn Chelsea klúbbsins hefur ákveðið að árgjöld skuli að öðru leyti vera óbreytt frá fyrra ári en allar upplýsingar um árgjöldin sem og reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins má finna á heimasíðu klúbbsins, Chelsea.is (smellið á Chelsea klúbburinn og svo á Árgjald).

Athugið að takmarkað framboð verður af árgjaldsflokki True Blue Original (TBO) en á síðasta ári seldist þessi flokkur upp um miðjan júlí!

Það væri okkur mjög að skapi ef þið gengjuð sem fyrst frá endurnýjun svo við getum sent sem flestar endurnýjanir til höfuðstöðvanna í London fyrir 1. júní n.k. en frá og með þeim degi er aðild ykkar virkjuð að nýju hafi þið endurnýjað fyrir þann dag sem þýðir að þið náið fullri nýtingu á gildistíma árgjaldsins. Jafnframt auðveldar það okkur í stjórn félagsins alla vinnu í framhaldinu hvað varðar skráningar og uppgjör vegna endurnýjunar.

Og síðast en ekki síst fá allir þeir er endurnýja fyrir 25. júlí n.k. fimm “Loyalty Points” hjá Chelsea Football Club sem gætu komið sér vel þegar þið hyggið á kaup á miðum á leiki Chelsea gegn stærri liðum, s.s. Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur o.fl.

Ekki má heldur gleyma að allir þeir er greiða árgjaldið fyrir fyrsta heimaleik næsta keppnistímabil fá nafn sitt í happdrættispottinn góða sem dregið verður úr á aðalfundi félagsins í haust!

Vinsamlegast skráið árgjald í “Tilvísun” og kennitölu viðkomandi félagsmanns í “Greiðandi”!

Nánari upplýsingar í síma 864 6205.


Með meistarakveðju,

Stjórnin.

P.S. Minnum á vorhappdrætti Chelsea klúbbsins, allir að taka þátt 

Endurnýjun

tickets

Endurnýjun

Væntanlega munið þið á næstu dögum fá tölvupóst frá höfuðstöðvunum í London með áskorun um drífa í að endurnýja félagsaðild ykkar fyrir næsta starfsár með því að greiða valið árgjald á Netinu og senda jafnframt upplýsingar varðandi endurnýjun, sömuleiðis á Netinu.

Stjórn Chelsea klúbbsins biður ykkur um að gera slíkt ALLS EKKI heldur bíða eftir tilmælum frá stjórninni vegna þessa, bæði á eftir að ákveða um árgjöld fyrir næsta starfsár auk þess sem mögulegar breytingar verða á árgjaldsflokkunum!

Miðar á leik Chelsea og Norwich City

chelsea endurnyjunVegna forfalla eru nokkrir miðar á leik Chelsea og Norwich City er fram fer á Stamford Bridge sunnudaginn 4. maí n.k. til sölu hjá formanni Chelsea klúbbsins. Nánari upplýsingar í síma 864 6205.
Með meistarakveðju, Stjórnin.

P.S. Leikurinn er síðasti heimaleikur Chelsea í Úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili, tryggir Chelsea sér sigur í …………..?.

Treyjur á meistaraverði

Sælir félagar!

Við erum með "End of Season" verð á treyjum núna sem er kr. 9.990.- en í tilefni af skemmtilegu gengi Chelsea í Meistaradeildinni langar okkur að bjóða CFC treyjur á kr. 7.990.-

Tilvalið að tryggja sér treyju fyrir undanúrslitin!

Með meistarakveðju, Jói útherji og félagar.

Paris Saint-German - Miðakaup

zlatanEins og ykkur ætti nú að vera kunnugt þá var dregið í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í morgun og dróst Chelsea gegn frönsku meisturunum í Paris Saint-Germain og hafa leikdagar nú verið ákveðnir. Fyrri leikur liðanna fer fram á heimavelli Paris Saint-German, Parc des Princes, í París miðvikudagskvöldið 2. apríl en seinni leikurinn á Stamford Bridge þriðjudagskvöldið 8. apríl n.k.

Við höfum mjög skamman tíma í forkaupsrétti á miðakaupum en miðapantanir þurfa að berast formanni Chelsea klúbbsins í síma 696 0963 fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 25. mars n.k. Staðfestingar- & tryggingargjald þarf að greiða fyrir sama tíma!

Ekki er vitað að svo stöddu með fyrirkomulag miðapantana á leik liðanna í París.

Pub Quiz var haldið 18. mars

pubquiz18. mars sl. var haldið Chelsea Pub Quiz í Ölveri og hófst “Kvissið” stundvíslega kl. 18:30, öllum heimil þátttaka, ekkert þátttökugjald en Chelsea baukurinn sísvangi verður á staðnum, bauknum þeim þykir bréfpeningar einstaklega bragðgóðir!

Veglegir vinningar að vanda fyrir efstu þrjú sætin, einnig verða veitt verðlaun samkvæmt slembiúrtaki á meðal þátttakenda, burtséð frá árangri þeirra og aldrei að vita nema að um fleiri verðlaun verði að ræða. Væntanleg þátttökulið, sem skulu skipuð 1-2 þátttakendum hvert, eru beðin um að mæta tímanlega vegna skráningar og afhendingar þátttökugagna.

Stjórnandi keppninnar og höfundur spurninga er sem fyrr Gunnar Finnur Gunnarsson og má ætla að það verði Meistaradeildarþema ríkjandi í spurningunum að þessu sinni, svona í tilefni dagsins! Vertinn í Ölveri og hans starfsfólk verða svo með sérstakt tilboð á veitingum fyrir þátttakendur í tilefni kvöldsins.

Og að loknu “Kvissinu” skiptum við yfir á Stamford Bridge hvar seinni leikur Chelsea og Galatasaray í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu hefst kl. 19:45 en leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu í Ölveri.

Fjölmennum í Ölver í kvöld!