banner forsida600x150

Meistaradeildin og miðar

Nú liggur fyrir hverjir andstæðingar Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða og er það almennt álit að okkar menn hafi verið tiltölulega heppnir í þeim málum en varast beri þó að vanmeta andstæðinga á nokkurn hátt.

Chelsea er í G-riðli ásamt Schalke 04, Sporting Lisbon og NK Maribor og hafa leikdagar nú verið ákveðnir og eru þeir sem hér segir:
Miðvikudagur 17. september - Chelsea v Schalke 04
Þriðjudagur 30. september - Sporting Lisbon v Chelsea
Þriðjudagur 21. október - Chelsea v NK Maribor
Miðvikudagur 5. nóvember – NK Maribor v Chelsea
Þriðjudagur 25. nóvember – Schalke 04 v Chelsea
Miðvikudagur 10. desember - Chelsea v Sporting Lisbon

Dagsetningar á forkaupsrétti okkar á miðum á leikina á Stamford Bridge hafa verið ákveðnar og líkt og undanfarin ár er skammur fyrirvari hvað varðar fyrstu tvo heimaleikina, bæði hvað varðar miðapantanir sem og pantanir á hótelpökkum.

Chelsea v Schalke 04, forkaupsréttur til kl. 16:00 þriðjudaginn 2. september 2014.
Chelsea v NK Maribor, forkaupsréttur til og með sunnudagsins 7. september 2014.
Chelsea v Sporting Lisbon, forkaupsréttur til og með sunnudagsins 26. október 2014.

Hvað varðar hótelpakka á tvo fyrstu leikina gildir reglan „Fyrstir koma, fyrstir fá“ en forkaupsréttur á hótelpökkum á leikinn gegn Sporting Lisbon er til og með miðvikudagsins 29. október 2014.

Hins vegar er enn óljóst með útileikina, við njótum ekki forkaupsréttar í þeim tilfellum er Chelsea fær færri en 2000 miða en nánari fréttir varðandi miðamál á útileikina verða færðar um leið og þær berast frá höfuðstöðvunum í London.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Með „Meistaradeildarkveðju.“

Stjórnin.

Fréttamolar ágústmánaðar

1x2Veislan mikla byrjar 18. ágúst n.k. er Chelsea heimsækir nýliða Burnley á Turf Moor en þetta er fyrsti leikur liðanna í Úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili.

Þetta þýðir að Tippleikur Chelsea.is er að fara í gang, fyrstu þrír leikir Chelsea bíða nú Tipplinga á Chelsea.is, sama fyrirkomulag og á síðasta keppnistímabili, veglegir vinningar til þeirra getspökustu (og líka einhverra hinna) í lok tímabilsins, einnig vinningar af og til allt keppnistímabilið.

Skráið ykkur tímanlega í Tippleikinn, þú tippar ekki eftir á!

 

orkan 200x239Endurnýjun

Enn eiga nokkrir félagsmenn eftir að endurnýja og greiða árgjald vegna starfsársins 2014-2015, skorum á viðkomandi að gera slíkt hið fyrsta en þeir sem endurnýja fyrir leik Burnley og Chelsea fá nafn sitt í happdrættispottinn góða sem dregið verður úr á aðalfundi félagsins í haust.

Sama gildir um nýskráningar!

 

Orkusparnaður

Orkan býður upp á „krónusöfnun“ frá og með næsta mánudegi í tilefni upphafs keppnistímabilsins hjá Chelsea Football Club og klikkir svo væntanlega út með sérstökum afsláttardegi laugardaginn 23. ágúst n.k. en þá leikur Chelsea fyrsta heimaleik sinn á keppnistímabilinu, nánar tiltekið gegn Leicester City.

Ef þú ert nú ekki þegar búinn að tryggja þér Chelsea Orkulykil þá er um að gera að drífa í því og tryggja sér þar með hagstæðasta verðið á eldsneyti hverju sinni, einnig ríflegan afslátt á alls konar varningi fyrir sjálfrennireiðar.

Skráning stendur yfir

Nú styttist frestur sá er félagsmenn hafa til að tryggja sér hina eftirsóttu fimm „tryggðarpunkta" er þarf til ætli menn sér að vera öruggir um að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur en greiða þarf valið árgjald vegna endurnýjunar inn á reikning Chelsea klúbbsins fyrir 26. júlí n.k. ætli menn sér punktana fimm!

Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú hafir endurnýjað eður ei kíkir þú bara á www.chelsea.is, smellir á Chelsea klúbburinn og svo á Félagatal.

Ef nafnið þitt er ekki að finna þar áttu einfaldlega eftir að endurnýja!

Enn hafa ensku sjónvarpsstöðvarnar ekki ákveðið um beinar útsendingar frá leikjum í Úrvalsdeildinni mörgum til mikillar armæðu enda erfitt að ákveða um flug og gistingu þegar að svo er komið. Það er vonandi að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna fari nú að drífa í hlutunum svo hægt sé að segja með vissu um leikdaga og leiktíma í Úrvalsdeildinni en talsmenn Chelsea Football Club munu senda okkur fréttir þar um er þær liggja fyrir.

Þá bíðum við eftir að Chelsea Football Club kunngeri nafn hins heppna félagsmanns er vann til fjögurra miða á fyrsta heimaleik Chelsea í Úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili en sá heppni þurfti að greiða árgjald til félagsins fyrir 17. júní s.l. til að eiga möguleika á miðunum fjórum.

Einnig á eftir að kunngera hvaða stuðningsmannaklúbbur félagsins var svo heppinn að hljóta GBP 250.- í sinn hlut en einn þeirra klúbba er greiddu aðildargjald til Chelsea fyrir síðustu mánaðarmót átti möguleika á slíkum vinningi.

Formaður Chelsea klúbbsins á Íslandi hefur verið skipaður í Fans´ Forum hjá Chelsea Football Club og mun hann væntanlega sækja fjóra fundi hjá Chelsea vegna þessa á starfsárinu og fer fyrsti fundurinn fram á Stamford Bridge þriðjudaginn 29. júlí n.k.

Verður að telja þessa skipan formanns okkar mikla viðurkenningu af hálfu Chelsea Football Club á því góða starfi sem fram fer í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

Meira um Fans´Forum síðar!

Það er svo eindregin ósk stjórnar Chelsea klúbbsins að þeir félagsmenn sem eiga eftir að endurnýja geri slíkt hið fyrsta en stjórnin sendir næst gögn og greiðslur vegna endurnýjunar til London á morgun, föstudag, 4, júlí 2014.

Baráttukveðja,
Stjórnin.

Tækifæri á að vinna fjóra miða á fyrsta leik Chelsea!

17. júní nálgast óðfluga og hvað með það kunnið þið að spyrja? Jú, hver sá sem skráir sig í Chelsea klúbbinn og greiðir valið árgjald fyrir þjóðhátíðardaginn eða endurnýjar aðild sína að klúbbnum fyrir sama dag öðlast þar með tækifæri á að vinna fjóra miða á fyrsta heimaleik Chelsea á komandi keppnistímabili.

Verður þú sá heppni?
Með Chelseakveðju, Stjórnin.

HM leikur Chelsea klúbbsins

Nú styttist í heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu en hún hefst í Brasilíu 12. júní n.k. og eins og fram kom á félagsfundi Chelsea klúbbsins fyrir skömmu síðan ætlum við að skella okkur í HM leik í samvinnu við Íslenskar getraunir.

Fyrirkomulagið er einfalt, þátttakendur leggja framlag sitt inn á reikning hjá Chelsea klúbbnum og stjórn klúbbsins fær svo getspaka Tipplinga úr Tippleik Chelsea.is til liðs við okkur og munu þeir taka að sér að geta til um úrslit leikja á HM seðlum Íslenskra getrauna fyrir okkar hönd.

Lágmarksframlag hvers þátttakanda er kr. 1.000.- en ekkert hámark, vinningar greiðast svo í hlutfalli við framlag hvers og eins

Það fer svo eftir því hve mikið safnast í pottinn fyrir fyrsta leik hversu margar raðir við tippum á hverju sinni í hverri umferð, opinn seðill, sparnaðarkerfi eða útgangskerfi, allir möguleikar opnir!

Það verða spilaðar þrjár umferðir hvar eingöngu verða leikir í HM á seðlunum, verða vinningar greiddir út að þeim loknum.

Þátttökugjald greiðist fyrir fimmtudaginn 12. júní 2014.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0701-26-3840. Kt. 690802-3840, athugið að setja HM í tilvísun/skýring greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðandi.

Með HM kveðju,

Stjórn Chelsea klúbbsins.

P.S. Hópurinn okkar sem nefnist einfaldlega Chelsea er með hópnúmer 121 – 248 og við styrkjum ÍFR, þ.e. Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík að þessu sinni.

Félagsfundur í dag

Ágætu félagar. Minnum á félagsfund Chelsea klúbbsins í Ölveri í dag, laugardaginn 24. maí 2014, fundurinn hefst kl. 16:30 stundvíslega.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:

• HM leikur Chelsea klúbbsins og Íslenskra getrauna.
• Tippleikur Chelsea.is, úrslit kunngjörð og afhending vinninga.
• Supporters Clubs Policy, kynning á breytingum frá fyrra ári.
• Tippleikur Chelsea.is v Lengjan.
• Dregið í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á Íslandi.
• Önnur mál.

Fundarstjóri er Ingvar J Viktorsson.

Einn heppinn fundargestur mun fá óvæntan glaðning, verður það þú?

Með Chelsea kveðju,

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

P.S. Dagskráin í Ölveri fyrir og eftir fund:
Kl. 14:00 Derby County v Queens Park Rangers, leikur um sæti í Úrvalsdeildinni, beint frá Wembley.
Kl. 18:00 Upphitun fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu.
Kl. 18:45 Atletico Madrid v Real Madrid, úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, beint frá Lissabon.

Vorhappdrætti - glæsilegir vinningar

Langar þig í þennan glæsilega Chelsea fótknött, áritaðan af leikmönnum Chelsea Football Club?

boltiEf svo er þá fjárfestir þú í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á Íslandi og krossleggur svo fingur! Aðeins fimm hundruð kall miðinn, mátt kaupa eins marga miða eins og þig lystir, reyndar eru engir miðar gefnir út en nafnið þitt fer jafn oft og fimm hundruð kallarnir eru margir frá þér í happdrættispottinn (fötuna) góða!

Og það er heill hellingur af spennandi og skemmtilegum vinningum auk knattarins, t.d. afnot af bílaleigubíl, út að borða, steikur á grillið, miðar á landsleik í knattspyrnu o.fl, o.fl.
Síðustu forvöð á að vera með eru kl. 12:00 á laugardaginn en dregið verður í happdrættinu á félagsfundi í Chelsea klúbbnum er hefst kl. 16:30 í Ölveri þann sama dag.
P.S. Happdrættið er opið öllum áhugasömum, hvort sem þeir eru félagar í Chelsea klúbbnum eður ei!
Með Chelsea kveðju,
Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.
P.S. Nánari upplýsingar hér að neðan:

Vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á Íslandi er nú í fullum gangi, sama gamla góða fyrirkomulagið, fyrir hvern fimm hundruð kall sem þú leggur inn á reikning Chelsea klúbbsins færðu nafn þitt skráð einu sinni í happdrættispottinn góða en að sjálfsögðu er þér heimilt að reiða eins marga fimm hundruð kalla af hendi og þér lystir, t.d. færðu nafnið þitt skráð einu sinni ef þú greiðir kr. 500.-, fimm sinnum ef þú greiðir kr. 2500.-, tíu sinnum ef þú greiðir kr. 5.000.- o.s.frv.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0701-26-3840, kt. 690802-3840, vinsamlegast tilgreinið HAPPDRÆTTI í tilvísun og kennitölu ykkar í GREIÐANDI.

Veglegir vinningar að vanda og fleiri en nokkru sinni fyrr, dregið verður svo í happdrættinu á félagsfundi sem verður haldinn í Ölveri laugardaginn 24. maí n.k., nánari upplýsingar varðandi fundarefni og fundartíma verða sendar ykkur síðar.

Ekki flókið, allir að taka þátt, margt smátt gerir eitt stórt!

Nánari upplýsingar í síma 864 6205.