banner forsida600x150

Endurnýjanir vs Loyalty punktar 2018 - 2019

Nú er aðeins tæp vika til stefnu ætlir þú að tryggja þér 5 Loyalty punkta vegna endurnýjunar hjá Chelsea Football Club, punktar sem kunna að koma sér vel þegar kemur að því að panta miða á leiki með Chelsea á komandi keppnistímabili.

Endurnýjanir vegna keppnistímabilsins 2018 – 2019 eru nú í fullum gangi, ef þið eruð í einhverjum vafa um hvort þið eruð búin að endurnýja er bara að kíkja á félagatalið á www.chelsea.is og ef nöfnin ykkar er ekki að finna þar eigið þið einfaldlega eftir að endurnýja.

Árgjöld eru óbreytt frá því sem verið hefur en allar upplýsingar um þau sem og reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins eru að finna á www.chelsea.is

ATHUGIÐ að til að vinna sér inn 5 Loyalty punkta þarf að endurnýja fyrir kl. 12:00 föstudaginn 27. júlí n.k. en á meðal leikja Chelsea fram að áramótum sem punktana 5 þarf til má nefna heimaleiki gegn Liverpool, Manchester United og Manchester City, útileiki gegn West Ham United, Tottenham Hotspur og Watford. Svo það er ekki eftir neinu að bíða með að endurnýja ef þið eruð ekki búin að því nú þegar, fjöldi spennandi leikja fram að áramótum sem krefjast 5 Loyalty punkta.

OG vinsamlegast hafið í huga regluna „One ticket per member“, tilgangslaust er að biðja stjórn klúbbsins um miða fyrir aðra en félagsmenn!

Siðustu forvöð á tryggðarpunktum

NÚ eru aðeins tvær vikur til stefnu ætlir þú að tryggja þér 5 Loyalty punkta vegna endurnýjunar hjá Chelsea Football Club, punktar sem kunna að koma sér vel þegar kemur að því að panta miða á leiki með Chelsea á komandi keppnistímabili.

Endurnýjanir vegna keppnistímabilsins 2018 – 2019 eru nú í fullum gangi, ef þið eruð í einhverjum vafa um hvort þið eruð búin að endurnýja er bara að kíkja á félagatalið á www.chelsea.is og ef nöfnin ykkar er ekki að finna þar eigið þið einfaldlega eftir að endurnýja. Árgjöld eru óbreytt frá því sem verið hefur en allar upplýsingar um þau sem og reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins eru að finna á www.chelsea.is

ATHUGIÐ að til að vinna sér inn 5 Loyalty punkta þarf að endurnýja fyrir kl. 12:00 föstudaginn 27. júlí n.k. en á meðal leikja Chelsea fram að áramótum sem punktana 5 þarf til má nefna heimaleiki gegn Liverpool, Manchester United og Manchester City, útileiki gegn West Ham United, Tottenham Hotspur og Watford. Svo það er ekki eftir neinu að bíða með að endurnýja ef þið eruð ekki búin að því nú þegar, fjöldi spennandi leikja fram að áramótum sem krefjast 5 Loyalty punkta.

OG vinsamlegast hafið í huga regluna „One ticket per member“, tilgangslaust er að biðja stjórn klúbbsins um miða fyrir aðra en félagsmenn!

Tilfærsla á leikjum 2018-19

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í ágúst og september verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

 • Chelsea vs Arsenal, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn  18. ágúst og hefst kl. 16:30, sýndur beint á BT SPORT.
 • Newcastle United vs Chelsea, fer fram á Saint James´s Park sunnudaginn 26. ágúst og hefst kl. 15:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • West Ham United vs Chelsea, fer fram á London Stadium sunnudaginn 23. september og hefst kl. 12:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Chelsea vs Liverpool, fer fam á Stamford Bridge laugardaginn 29. september og hefst kl. 16:30, sýndur beint á BT SPORT.

Chelsea vs Manchester City - Samfélagsskjöldurinn

Venju samkvæmt hefst keppnistímabilið í ensku knattspyrnunni formlega með leik Englandsmeistaranna gegn ensku bikarmeisturunum um Samfélagsskjöldinn (Community Shield). Að þessu sinni eigast við lið Manchester City og Chelsea og fer leikur liðanna fram á Wembley leikvanginum í London sunnudaginn 5. ágúst n.k. 

Þessi leikur fellur undir Loyalty Points regluna hjá Chelsea og þurfa félagsmenn að ráða yfir 10 punktum til að eiga rétt á miðum í forkaupsrétti okkar, er stuðst við punktastöðu félagsmanna í lok síðasta keppnistímabils. 

Forkaupsréttur okkar er til og með sunnudagsins 8. júlí n.k. og þurfa umsækjendur að hafa greitt árgjald til klúbbsins fyrir sama tíma til að teljast gjaldgengir auk þess að ráða yfir 10 punktum eins og áður segir.

Leikurinn gefur svo af sér 5 Loyalty punkta og miðar eru seldir nánast á hálfvirði.

Tekið er við pöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   - Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Nýtt starfsár hafið

Í dag, 1. júní 2018 hefst formlega 22. starfsár Chelsea klúbbsins á Íslandi og af því tilefni vill stjórn Chelsea klúbbsins hvetja þau ykkar sem eiga eftir að endurnýja og greiða valið árgjald vegna tímabilsins 2018-2019 að gera það sem fyrst og tryggja sér bónuspunktana 5 hjá Chelsea Football Club í leiðinni!

Árgjöld vegna starfsársins eru óbreytt frá því sem þau voru á nýliðnu tímabili og flokkarnir hinir sömu, þ.e. True Blue Original (TBO), True Blue Magazine (TBM), True Blue Ticket Only (TBTO), True Blue Teens (TBT) og True Blue Juniors (TBJ), innihald þeirra er svipað og verið hefur.

Verð hvers árgjaldsflokks er sem hér segir:

 • True Blue Original  12.000 kr.
 • True Blue Magazine  10.000 kr.
 • True Blue Ticket Only  5.500 kr.
 • True Blue Teens  4.500 kr.
 • True Blue Juniors  4.000 kr.


Reikningsnúmer Chelsea klúbbsins er 0117-26-3840, kennitala 690802-3840.

Vinsamlegast setjið árgjald í skýringu / tilvísun greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðanda.

Nánari upplýsingar um innihald hvers flokks fyrir sig er svo að finna á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið hér

Sérmerktar peysur og Póló bolir

Af sérstökum ástæðum hefur Chelsea Football Club ákveðið að endurtaka tilboð það sem fer hér á eftir, þeir sem áður voru búnir að senda inn pöntun og greiða fyrir varninginn þurfa ekki að aðhafast neitt frekar nema að þeir kjósi að breyta fyrri pöntun, bæta við eða draga úr eða hætta við.

Nú býður Chelsea klúbburinn, í samstarfi við Chelsea Football Club og Nike, ykkur að kaupa “íslenska” Chelsea pólóboli og hettupeysur (sjá myndir hér að neðan), flíkurnar verða sérmerktar með merki íslenska Chelsea klúbbsins.

Póló bolur: 5.000 kr.

Hettupeysa: 7.000 kr.

Pantanir sendist á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. júní n.k., tilgreina þarf stærðir og fjölda sem óskað er eftir. Jafnframt þarf að greiða fyrir varninginn fyrir sama tíma inn á reikning 0117-26-003840, kennitala 690802-3840.

Litur: NAVY
Stærðir: Small – Medium – Large – XLarge -XXLarge.

Vinsamlegast setjið Chelsea varningur í “Skýring greiðslu”.

Áætlað er að varningurinn verði tilbúinn til afhendingar í lok ágústmánaðar.

Félagsfundur Chelsea klúbbsins 26. maí 2018

Stjórn Chelsea klúbbsins boðar hér með til félagsfundar laugardaginn 26. maí n.k. í Ölveri og hefst hann kl. 15:00.

Dagskrá:

 • Kjör á leikmanni ársins, nafn eins þátttakanda dregið út og sá hinn sami fær smáglaðning.
 • Tippleikur Chelsea.is, úrslit kunngjörð og verðlaun afhent.Dregið í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins.
 • Fréttir úr höfuðstöðvum Chelsea Football Club.
 • Heimavöllur Chelsea klúbbsins.

Önnur mál.

Einn heppinn fundargestur hlýtur smáglaðning fyrir það eitt að mæta á fundinn, verður það þú?
Að fundi loknum er svo leikur Aston Villa vs Fulham sýndur beint frá Wembley leikvanginum en liðin kljást um laust sæti í Úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili.

Í beinu framhaldi hefst svo upphitun fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu, Liverpool og Real Madrid eigast við í Kiev og hefst leikurinn kl. 18:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í Ölveri.