banner forsida600x150

Heimavöllur Chelsea klúbbsins á Íslandi

olverÁ fundi með nýjum eigendum Sportbarsins Ölvers í gær og á stjórnarfundi í framhaldinu var samþykkt að halda áfram samstarfi Chelsea klúbbsins og Ölvers en slíkt hafði komið til tals á milli stjórnarmanna í Chelsea klúbbnum og nýrra eigenda í byrjun ágústmánaðar en af óviðráðanlegum orsökum ekki hægt að funda um slíkt fyrr en í gær.

Báðir aðilar binda vonir við að samtarfið verði farsælt og öllum viðkomandi til ánægju.

Ræddar voru hugmyndir um ýmsar nýungar í samstarfinu sem væntanlega verða kynntar fljótlega, ýmsar skemmtilegar uppákomur þar í myndinni.

Þá var ákveðið að endurvekja „Chelsea Pub Quizið“ og verður það fyrsta vonandi haldið innan skamms.

Við munum auglýsa rækilega hvenær um beinar útsendingar frá leikjum Chelsea verður að ræða í Ölveri, verður slíkt gert með tölvupósti til félagsmanna o.fl., á heimasíðu Chelsea klúbbsins sem og á Chelsea fésinu.

Og það er ljóst að strax á næsta sunnudag, 22. september, verður Chelsea á skjánum í Ölveri er liðið tekur á móti Liverpool á Stamford Bridge í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikur liðanna hefst kl. 15:30 og hvetjum við alla þá sem hafa færi á að mæta í Ölver og eiga þar vonandi góða og skemmtilega stund með öðrum knattspyrnuáhugamönnum.

LOSC Lille og Chelsea - Meistaradeildin

LOSC Lille og Chelsea eigast við í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu og fer fyrri leikur liðanna fram á heimavelli Lille miðvikudagskvöldið 2. október 2019. 

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 10:00 mánudaginn 16. september n.k.

Miðapantanir berist á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Carabao Cup - þriðja umferð

Chelsea mætir Grimsby Town í þriðju umferð Carabao Cup (Deildabikarinn) og fer leikurinn fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 25. september n.k.

Forkaupsrétti okkar á miðum á leikinn á Stamford Bridge er lokið en nóg er samt eftir af miðum í almennri sölu til félagsmanna.

Athugið að sæti í Shed End eru ekki í boði að þessu sinni en annars er sama verð í aðrar stúkur, miðar nánast á gjafvirði.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Endurnýjun í fullum gangi

Nú stendur endurnýjun félagsaðildar að Chelsea Football Club og Chelsea klúbbnum yfir á fullu og af því tilefni vill stjórn Chelsea klúbbsins minna þau ykkar sem en eiga eftir að endurnýja og greiða valið árgjald vegna tímabilsins 2019-2020 að gera það sem fyrst.

Ef þið eruð í einhverjum vafa um hvort þið eruð búnir að endurnýja er bara að kíkja á félagatalið á www.chelses.is, ef nöfnin ykkar er ekki að finna þar eigið þið einfaldlega eftir að endurnýja!

Verð hvers árgjaldsflokks er sem hér segir:

 • True Blue Original = Kr. 12.000.- UPPSELT!
 • True Blue Magazine = Kr. 10.000.-
 • True Blue Ticket Only = Kr. 5.500.-
 • True Blue Teens = Kr. 5.000.-
 • True Blue Juniors = Kr. 4.500.-

Reikningsnúmer Chelsea klúbbsins er 0117-26-3840, kennitala 690802-3840.

Vinsamlegast setjið árgjald í skýringu / tilvísun greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðanda.

Nánari upplýsingar um innihald hvers flokks fyrir sig er svo að finna á heimasíðu Chelsea klúbbsins, www.chelsea.is, smellið þar á Chelsea klúbburinn og svo á Árgjöld/Skráning.

Meistaradeildin og forkaupsréttur

Tímamörk forkaupsréttar okkar á miðum á heimaleiki Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar liggja nú fyrir, athygli er vakin á mjög stuttum tíma forkaupsréttar á miðum á leik Chelsea vs Valencia!

 • Chelsea vs Valencia, forkaupsréttur til kl. 12:00 mánudaginn 2. september 2019.
 • Chelsea vs Ajax, forkaupsréttur til og með sunnudagsins 22. september 2019.
 • Chelsea vs Lille, forkaupsréttur til og með sunnudagsins 20. október 2019.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , sama miðaverð í allar stúkur, miðar nánast á hálfvirði.

Um leið og okkur berast upplýsingar frá Chelsea varðandi útileikina og miðapantanir á þá komum við þeim á framfæri við félagsmenn með tölvupósti sem og á heimasíðu Chelsea klúbbsins.

Meistaradeildin, andstæðingar, leikdagar, miðapantanir

Dregið hefur verið í riðla í Meistaradeild Evrópu og má með sanni segja að Chelsea hefði getað verið heppnara með tilliti til styrkleika andstæðinganna en hins vegar varla mikið heppnari er kemur að ferðalögum í útileikina, afskaplega þægilegur riðill hvað þau varðar, Frakkland, Holland og Spánn, verra gat það verið.

Leikdagar hafa verið ákveðnir og eru þeir sem hér segir:

 • Chelsea vs Valencia, þriðjudagskvöldið 17. september 2019.
 • Lille vs Chelsea, miðvikudagskvöldið 2. október 2019.
 • Ajax vs Chelsea, miðvikudagskvöldið 23. október 2019.
 • Chelsea vs Ajax, þriðjudagskvöldið 5. nóvember 2019.
 • Valencia vs Chelsea, miðvikudagskvöldið 27. nóvember 2019.
 • Chelsea vs Lille, þriðjudagskvöldið 10. desember 2019.


Tímamörk forkaupsréttar okkar á miðum á heimaleiki Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar liggja nú fyrir, athygli er vakin á mjög stuttum tíma forkaupsréttar á miðum á leik Chelsea vs Valencia!

Chelsea vs Valencia, forkaupsréttur til kl. 12:00 mánudaginn 2. september 2019.
Chelsea vs Ajax, forkaupsréttur til og með sunnudagsins 22. september 2019.
Chelsea vs Lille, forkaupsréttur til og með sunnudagsins 20. október 2019.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , sama miðaverð í allar stúkur, miðar nánast á hálfvirði.

Um leið og okkur berast upplýsingar frá Chelsea varðandi útileikina og miðapantanir á þá komum við þeim á framfæri við félagsmenn með tölvupósti sem og á heimasíðu Chelsea klúbbsins.

Meistarakveðja,

Stjórnin.

Það er best að skrá sig fyrir 11. ágúst.

Hver sá er skráir sig í Chelsea klúbbinn á Íslandi (og þar með í Chelsea Football Club) og greiðir valið árgjald fyrir kl. 15:00 sunnudaginn 11. ágúst n.k. fær nafnið sitt sjálfkrafa í happdrættispottinn góða sem dregið verður úr á aðalfundi klúbbsins í haust en þar eru vinningar veglegir að vanda.

Sama gildir um þá er endurnýja fyrir sama tíma, þ.e.a.s. ef viðkomandi er ekki þegar búinn að gera slíkt.

Upplýsingar um árgjöld, reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins eru að finna hér...