rag-rafmagnshjol
banner forsida600x150

Chelsea vs Plymouth Argyle, miðapantanir

Chelsea tekur á móti liði Plymouth Argyle í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge laugardaginn 5. febrúar og hefst hann kl. 12:30, sýndur beint á BBC.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur, nánar tiltekið til kl. 20:00 mánudaginn 17. janúar n.k., eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Miðaverð er mjög hófstillt, grunnverð GBP 32.- fyrir fullorðna, GBP 17.- fyrir ellilífeyrisþega (65 ára og eldri) og börn og unglinga (19 ára og yngri), sama verð í allar stúkur, miðar í Shed Lower og Shed Upper þó ekki í boði.

Meistarakveðja,

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi

Tilfærsla á leikjum í febrúar 2022

Fari svo að Chelsea nái ekki í úrslitaleik Carabao Cup sem fram fer á Wembley Stadium sunnudaginn 27. febrúar n.k. mun Chelsea engu að síður eiga leik þennan sama dag en leikur Chelsea vs Leicester City í Úrvalsdeildinni sem var fyrirhugaður laugardaginn 26. febrúar hefur verið færður til sunnudagsins 27. febrúar kl. 14:00, leikurinn sem fer fram á Stamford Bridge verður sýndur beint á SKY Sports.

Það liggur svo fyrir að kvöldi 12. janúar n.k. að loknum seinni leik Chelsea og Tottenham Hotspur í undanúrslitum Carabao Cup hvort Chelsea á leik á Stamford Bridge kl 14:00 eða Wembley Stadium kl. 16:30 sunnudaginn 27. febrúar 2022.

Athugið að forkaupsréttur okkar á miðum á leik Chelsea vs Leicester City er til og með sunnudagsins 9. janúar n.k., eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Chelsea og Chesterfield FA Cup miðar

Chelsea og Chesterfield mætast í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar (FA Cup) og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge laugardaginn 8. janúar 2022 og hefst hann kl. 17:30.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn er hins vegar mjög skammur eða til og með þriðjudagsins 14. desember n.k., eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð miða er það sama í allar stúkur, grunnverð fyrir fullorðna er GBP 32.-, fyrir börn, unglinga og ellilífeyrisþega (65 ára og eldri) GBP 17.-

ATH. Frá 1. janúar 2022 verða stæði í boði í Matthew Harding Lower, Shed End Upper og Shed End Lower (Safe standing) en þeir sem kaupa miða í sæti í þessum stúkum frá sama tíma verða að gera ráð fyrir að þurfa að standa á meðan að á leik stendur. Þetta fyrirkomulag er til reynslu til loka þessa keppnistímabils.

Um leið og við fáum nánari upplýsingar varðandi leikdag og leiktíma komum við þeim á framfæri við félagsmenn með tölvupósti.

Vertu með og skráðu þig - stuttur tími til stefnu

Nú er aðeins vika til stefnu til að endurnýja aðild að Chelsea klúbbnum á Íslandi og Chelsea Football Club vegna yfirstandandi keppnistímabils en lokað verður fyrir endurnýjanir n.k. föstudag, 17. desember 2021.

Eftir það verður ekki tekið við endurnýjunum fyrr en eftir 1. júní 2022 og ekki verður um neina fyrirgreiðslu af hálfu stjórnar Chelsea klúbbsins vegna miðakaupa á leiki með Chelsea það sem eftir er af þessu keppnistímabili fyrir þá sem ekki endurnýja fyrir kl. 20:00 föstudaginn 17. desember n.k.

Árgjöld þarf einnig að greiða fyrir þessu sömu tímamörk eigi endurnýjanir að virka.

Ef þið eruð ekki viss um hvort þið eruð búin að greiða árgjöldin fyrir yfirstandandi keppnistímabil er bara að kíkja á félagatalið á www.chelsea.is, ef nöfnin ykkar er ekki að finna þar eigið þið einfaldlega eftir að greiða árgjöldin.

Árgjöldin eru sem hér segir:

  • True Blue Ticket Only = Kr. 5.500.- (20 ára og eldri).
  • True Blue Teens = Kr. 5.000.- (13 – 19 ára).
  • True Blue Juniors = Kr. 5.000.- (12 ára og yngri).

Endurnýjun fer fram á www.chelsea.is, smellið á Chelsea klúbburinn og svo á Árgjald/Skráning.

Reikningsnúmer Chelsea klúbbsins er 0133-15-200166, kennitala 690802-3840.
Vinsamlegast setjið árgjald í skýringu / tilvísun greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðanda.

Og nú er um að gera að drífa í að endurnýja og tryggja sér aðgang að miðum á leiki með Chelsea.
Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Meistarakveðja. Stórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Chelsea Women - fullkominn sigur

Chelsea Women fullkomnuðu keppnistímabilið 2020 – 2021 heima fyrir með öruggum sigri á Arsenal Women í úrslitaleiknum er fram fór á Wembley leikvanginum í dag að viðstöddum 41 þúsund áhorfendum.

Lokatölur urðu 3-0 fyrir Chelsea Women, Sam Kerr með tvö mörk og Fran Kirby með eitt mark og venju samkvæmt lögðu þær stöllur mörkin upp hvor fyrir aðra, hreint magnaður dúett!

Sigurinn var afar sanngjarn, Chelsea Women höfðu mikla yfirburði frá byrjun leiks til enda, óðu í færum og áttu m.a. skot í þverslá og stöng Arsenal marksins.

Okkar stúlkur unnu alla leiki sína í keppninni og það án þess að fá á sig mark, mögnuð frammistaða.

Og þar með unnu Chelsea Women alla þá titla sem í boði voru í meistaraflokki kvenna á Englandi keppnistímabilið 2020 – 2021, frábær árangur hjá frábæru liði.

Enn ein skrautfjöðurin í hatt Emmu Hayes, hins magnaða knattspyrnustjóra.

Til hamingju Chelsea stuðningsmenn og konur með þetta frábæra lið okkar.

Meistarakveðja.

Stjórnin.

Uppboð á áritaðri treyju frá 2010

Viltu eignast Chelsea treyju, áritaða af Englands- og bikarmeisturum Chelsea 2010?

Þá skaltu hafa hraðar hendur og bjóða í treyjuna á Fésbókinni Chelsea FC á Íslandi, tökum við tilboðum til kl. 20:00 annað kvöld, 2. desember 2021.

Við byrjum á 35 þúsund kr. Hæsta boð er bindandi.

Allur ágóði af uppboðinu rennur í Minningar- og styrktarsjóð Chelsea klúbbsins.

Meistarakveðja,

Stjórnin.

UPPBOÐI LOKIÐ!

Chelsea vörur fyrir alla

Nú bjóðum við áhugasömum að kaupa Chelsea vörur, tilvalin í „jólaskóinn“, í jólapakkann eða bara ...

Tekið er við pöntunum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Upplýsingar um greiðslumáta verða svo sendar viðkomandi þegar pöntun hefur verið móttekin.

Pantanir póstlagðar næsta virkan dag eftir að greiðsla hefur borist frá kaupendum.