Cadbury Mini Eggs vefbordi 600x150px

118 ára klúbbur í dag, 10. mars 2023

Eins og margir vita þá var Chelsea FC stofnað þann 10. mars árið 1905 á kránni The Sunrise Inn Pub, hinum megin við götu Stamford Bridge, Fulham Road. Stamford Bridge var alltaf fyrsta flokks íþróttaleikvangur en eigandi hans, Gus Mears, vildi nýta hann betur og þá undir knattspyrnulið. Hann skoðaði ýmsa möguleika og meðal annars var reynt að leigja hann Fulham FC sem er aðeins lengra niður götuna. Þeir þáðu boðið ekki og því var brugðið á það ráð að stofna alveg nýtt knattspyrnufélag sem skyldi gera eigendurna stolta.

Í dag fagnar félagið 118 aldursafmæli sínu og gott til þess að vita að síðasti leikur fyrir afmælið tókst með sigri. Þá hlýtur að vita á bjartari framtíð.

Til hamingju með daginn stuðningsmenn.

Nánar má lesa um sögu félagsins hér
.