Verður óvænt rúsína í pylsuendanum?
Nánari upplýsingar eru að finna hér:
Stjórn Chelsea-klúbbsins hefur ákveðið að efna til hópferðar á leik Chelsea vs Nottingham Forest ef þátttaka reynist næg. Leikur liðanna er fyrirhugaður á Stamford Bridge laugardaginn 13. maí en kann þó að vera færður til sunnudagsins 14. maí.
Ferðin er farin í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Komdu með og The Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club.
Ferðatilhögun er sem hér segir:
- Flug með Icelandair til London Heathrow.
- FI 450 12MAY KEF LHR 0740 1155.
- FI 455 15MAY LHR KEF 2125 2340.
- Rúta til og frá flugvelli.
- Gisting á The Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club í 3 nætur með morgunverði.
- Fararstjóri frá Chelsea-klúbbnum á Íslandi.
- Miði á leik Chelsea og Nottingham Forest í West Lower.
- Verð 154.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi.
Eingöngu félagsmenn Chelsea-klúbbsins eru gjaldgengir í þessa ferð og áríðandi er að þeir félagsmenn sem hyggja á þátttöku tilkynni okkur þar um sem fyrst því það er mjög takmarkaður tími sem hótelið getur tekið herbergin frá fyrir okkur vegna mikillar eftirspurnar varðandi gistingu á hótelinu þessa sömu helgi.
Nánari upplýsingar má fá í síma 693-8899 / 864-6205 og á heimasíðu ferðaskrifstofunnar, www.komdumed.is/fotboltaferdir/