Cadbury Mini Eggs vefbordi 600x150px

Chelsea vs Nottingham Forest, hópferð, þátttökutilkynningar

Vekjum athygli á að frestur til að tilkynna þátttöku í hópferðina á leik Chelsea vs Nottingham Forest í maí er til kl. 12:00 föstudaginn 3. mars n.k.

Verður óvænt rúsína í pylsuendanum?

Nánari upplýsingar eru að finna hér:

Stjórn Chelsea-klúbbsins hefur ákveðið að efna til hópferðar á leik Chelsea vs Nottingham Forest ef þátttaka reynist næg. Leikur liðanna er fyrirhugaður á Stamford Bridge laugardaginn 13. maí en kann þó að vera færður til sunnudagsins 14. maí.

Ferðin er farin í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Komdu með og The Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club.

Ferðatilhögun er sem hér segir:

  • Flug með Icelandair til London Heathrow.
  • FI 450 12MAY KEF LHR 0740 1155.
  • FI 455 15MAY LHR KEF 2125 2340.
  • Rúta til og frá flugvelli.
  • Gisting á The Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club í 3 nætur með morgunverði.
  • Fararstjóri frá Chelsea-klúbbnum á Íslandi.
  • Miði á leik Chelsea og Nottingham Forest í West Lower.
  • Verð 154.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi.
Varðandi þátttöku í hópferðina skal senda tilkynningu þar um á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en setja This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í Cc.

Eingöngu félagsmenn Chelsea-klúbbsins eru gjaldgengir í þessa ferð og áríðandi er að þeir félagsmenn sem hyggja á þátttöku tilkynni okkur þar um sem fyrst því það er mjög takmarkaður tími sem hótelið getur tekið herbergin frá fyrir okkur vegna mikillar eftirspurnar varðandi gistingu á hótelinu þessa sömu helgi.

Nánari upplýsingar má fá í síma 693-8899 / 864-6205 og á heimasíðu ferðaskrifstofunnar, www.komdumed.is/fotboltaferdir/