Cadbury Mini Eggs vefbordi 600x150px

Meistaradeildin 2023 - forkaupsréttur ofl.

Okkur hafa nú borist upplýsingar frá höfuðstöðvunum í London varðandi miðapantanir á leik Borussia Dortmund vs Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram á heimavelli Borussia Dortmund, Westfalenstadion (Signal Iduna Park), þann 15. febrúar 2023.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn er mjög skammur eða til kl. 10:00 mánudaginn 9. janúar n.k.

Af öryggisástæðum (!) fáum við eingöngu miða í stæði á vellinum og er grunnverð hvers miða því í lægri kantinum eða GBP 16,74

Umsækjendur um miða á leikinn þurfa að fylla út ákveðin ferðaskjöl áður en umsóknir verða sendar Chelsea Football Club og verða þau send viðkomandi þegar staðfestingar- & tryggingargjald, kr. 5.000.- hver miði, hefur verið greitt inn á reikning hjá formanni Chelsea-klúbbsins, mismunur svo endurgreiddur þegar að endanlegt verð liggur fyrir.

Athugið að aðeins þeir félagsmenn er gengu frá endurnýjun/skráningu og greiddu árgjaldið fyrir 18. desember 2022 koma til greina í forkaupsrétti okkar.

Eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864-6205.