grand20222

Útgáfuteiti Ingvarsbókar Viktorssonar

Næstkomandi fimmtudag, milli 17 og 18:30, verður haldið útgáfuteiti í Sjónarhól, félagsheimili FH í Kaplakrika, vegna útkomu ævisögu/afmælisrits Ingvars Viktorssonar. Þarna verður bókin kynnt, bráðskemmtilegar sögur sagðar, og hún árituð fyrir þá sem vilja. Áskrifendur að bókinni fá hana afhenta þar (hún verður að sjálfsöguð send til þeirra sem komast ekki) og vitaskuld verður góðgæti og eitthvað rennandi í boði. Þá verður bókin þarna til sölu.

Það er von okkar að sem flestir komi og eigi með okkur ánægjulega stund.

Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvík Geirsson, Orri Þórðarson og Guðjón Ingi Eiríksson.