grand20222

Salzburg stöðvað og toppsætið er okkar

Chel­sea tryggði sér í gær­kvöldi sig­ur í E-riðli Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í fót­bolta með sigri á Red Bull Salzburg frá Aust­ur­ríki.

Leikn­um lauk með 2:1-sigri Chel­sea og er það alls ekki heigl­um hent að fara með sig­ur af hólmi á Red Bull-vell­in­um í Ar­ena.

Red Bull Salzburg hafði nefni­lega leikið 40 heima­leiki í röð í öll­um keppn­um í röð án þess að tapa.