banner forsida600x150

Tuchel á leið til Bayern?

Thom­as Tuchel gæti verið næsti knatt­spyrn­u­stjóri Bayern München en hann var rek­inn frá Chel­sea á dög­un­um.

Ju­li­an Nag­els­mann, knatt­spyrn­u­stjóri Bayern München, er valt­ur í sessi eft­ir slæma byrj­un á leiktíðinni hjá Bayern. Liðið tapaði fyr­ir Augs­burg um helg­ina og er í fimmta sæti með tólf stig eft­ir sjö leiki.

Bild í Þýskalandi seg­ir leik­menn Bayern ósátta við aðferðir Nag­els­mann og að hann sé held­ur dug­leg­ur að gagn­rýna leik­menn, frem­ur en að taka ábyrgð sjálf­ur.

Miðil­inn grein­ir einnig frá að Tuchel sé mik­ils met­inn hjá for­ráðamönn­um Bayern, en hann hef­ur einnig stýrt Borussia Dort­mund og Par­ís SG.