banner forsida600x150

Reece með nýjan samning

Reece James hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við enska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Chel­sea til næstu sex ára. Þetta til­kynnti fé­lagið á sam­fé­lags­miðlum sín­um í dag en James, sem er 22 ára gam­all, er upp­al­inn hjá fé­lag­inu.

Alls á hann að baki 128 leiki fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 10 mörk og lagt upp önn­ur 20. Hann varð Evr­ópu­meist­ari með liðinu árið 2021 en hann hef­ur verið lyk­ilmaður í varn­ar­leik liðsins und­an­far­in tíma­bil. 

James lék sinn fyrsta lands­leik fyr­ir Eng­land árið 2020 en alls á hann að baki 13 A-lands­leiki fyr­ir enska liðið.