grand20222

Tippleikur Chelsea.is er góð skemmtun

Um Tippleikinn:

Þetta er einfaldur leikur sem virkar þannig að giskað er á úrslit leikja Chelsea og hvaða leikmaður er fyrstur til að skora í viðkomandi leik.

Stig eru gefin til getspakra þátttakenda. Eitt stig er gefið fyrir að giska á rétt úrslit leiks, þrjú stig eru gefin fyrir að giska á rétta markatölu og þrjú stig eru gefin fyrir að giska á fyrsta markaskorara.

 

Þannig er mest hægt að fá 7 stig í hverri umferð.
Athugið að eftir að flautað hefur verið til leiks er ekki hægt að setja inn spá um viðkomandi leik, þá er hægt að spá um þrjá leiki fram í tímann hverju sinni.

Vegleg verðlaun eru veitt til þeirra sem skipa þrjú efstu sætin í lok hvers keppnistímabils, auk þess hlýtur einn heppinn þátttakandi vinning í slembiúrtaki úr nöfnum þátttakenda, burtséð frá árangri (nöfn þriggja efstu þátttakenda verða þó ekki með í því úrtaki).

Verði tveir eða fleiri þátttakendur jafnir í efsta sæti telst sá sigurvegari er oftar hefur hlotið hæsta skor á tímabilinu, þ.e. 7 stig, dugi það ekki til vinnur sá er oftar hefur náð 4 stigum o.s.frv. Þessi regla gildir þó ekki um hæsta skor hvers mánaðar.

Veitt eru verðlaun fyrir hæsta skor í hverjum mánuði, Chelsea þarf þó að hafa leikið a.m.k. þrjá leiki í opinberu móti þann mánuð.

Allir leikir Chelsea í opinberum mótum gilda þó þegar kemur að heildarskori.

Eingöngu félagsmenn í Chelsea klúbbnum geta unnið til verðlauna en öðrum er samt heimil þátttaka.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að þegar leikir fara í framlengingu gilda úrslit að loknum venjulegs leiktíma (almenn regla hjá Getraunum).

Fyrir þá sem eru að skrá sig inn og muna ekki lykilorðið sitt er bent á að hafa samband í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Hægt er að skrá sig hér

http://chelsea.is/tippleikurinn/innskrangin

Þeir sem eru að skrá sig inn í fyrsta sinn þurfa að staðfesta skráningu með því að opna það netfang sem notandi er skráður á og staðfesta skráningu.

Í örfáum tilfellum gæti sá póstur lent í ruslasíum pósthólfa.

Góða skemmtun!