Cadbury Mini Eggs vefbordi 600x150px

Árgjöld 2022 - 2023

Nú liggja árgjöld fyrir hjá Chelsea Football Club vegna starfsársins 2022 – 2023 og er um lítilsháttar hækkun að ræða frá fyrra ári, flokkarnir hækka um GBP 2.- til GBP 5.-, þeir dýrari mest.

Því miður þurfum við að hækka árgjöld Chelsea-klúbbsins lítillega vegna þessa og verða þau sem hér segir:

  • True Blue Original (TBO) kr. 10.000.- UPPSELT!
  • True Blue Ticket Only (TBTO) kr. 6.000.-
  • True Blue Teens (TBT) kr. 5.500.-
  • True Blue Juniors (TBJ) kr. 5.500.-


Í TBO flokkinn geta einungis þeir skráð sig sem hafa náð 20 ára aldri og óska eftir „gjafapakka" frá Chelsea Football Club, athugið að þessi flokkur selst jafnan fljótt upp!

TBT flokkurinn er fyrir félagsmenn á aldrinum 13 – 19 ára, TBJ flokkurinn fyrir 12 ára og yngri, báðir þessi flokkar innihalda gjafapakka frá Chelsea Football Club.

TBTO flokkurinn (20 ára og eldri) veitir eingöngu forkaupsrétt á miðum samkvæmt þeim reglum er gilda þar um hverju sinni.

Forkaupsréttur á miðum gildir að sjálfsögðu einnig fyrir flokka TBO, TBT og TBJ samkvæmt þeim reglum er gilda þar um hverju sinni.

Nánari upplýsingar um innihald gjafapakka má svo finna inni á www.chelsea.is (Chelsea-klúbburinn – Árgjald / Skráning), þar er einnig að finna upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu Chelsea-klúbbsins. 

ATH. Chelsea Football Club lokar fyrir endurnýjanir og nýskráningar þeirra er vilja njóta forkaupsréttar á miðum 17. desember 2022, eftir sem áður verður hægt að endurnýja og skrá sig í Chelsea-klúbbinn eitthvað frameftir árinu 2023 án þess þó að njóta forkaupsréttar á miðum á leiki með Chelsea.

Meistarakveðja

Stjórnin.