banner forsida600x150

Chelsea Women Englandsmeistarar 2022

Chelsea Women tryggðu sér enska meistaratitilinn þriðja árið í röð eftir 4-2 sigur á Manchester United Women á Kingsmeadow leikvanginum í dag, aldrei áður hefur einu og sama liðinu tekist að vinna WSL-deildina þrjú ár í röð, glæsilegur árangur hjá stúlkunum hennar Emmu Hayes.

Það leit ekki vel út í leikhléi. 1-2 undir og svo ólíkar sjálfum sér en það átti eftir að breytast, Emma gerði tvær breytingar á liðinu í leikhléinu sem svo sannarlega virkuðu, Ji og England komu mjög svo sprækar til leiks og þá alveg sérstaklega Ji sem var að leika sinn síðasta deildarleik fyrir Chelsea Women ásamt Andersson og Spence.

Eftir að Cuthbert hafði jafnað í 1-1 í fyrri hálfleik gegn gangi leiksins réðu Chelsea Women lögum og lofum í síðari hálfleik, hvílíkur viðsnúningur.
Mark frá Reiten og tvö stórbrotin mörk frá Kerr í seinni hálfleik gerðu út um leikinn og Englandsmeistaratitillinn þeirra, enn ein skrautfjöðurin í hatt Emmu Hayes og stúlknanna hennar.

Til hamingju Chelsea Women, sannarlega verðskuldaður sigur!