banner forsida600x150

Chelsea vs Plymouth Argyle, miðapantanir

Chelsea tekur á móti liði Plymouth Argyle í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge laugardaginn 5. febrúar og hefst hann kl. 12:30, sýndur beint á BBC.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur, nánar tiltekið til kl. 20:00 mánudaginn 17. janúar n.k., eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Miðaverð er mjög hófstillt, grunnverð GBP 32.- fyrir fullorðna, GBP 17.- fyrir ellilífeyrisþega (65 ára og eldri) og börn og unglinga (19 ára og yngri), sama verð í allar stúkur, miðar í Shed Lower og Shed Upper þó ekki í boði.

Meistarakveðja,

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi