banner forsida600x150

Chelsea og Chesterfield FA Cup miðar

Chelsea og Chesterfield mætast í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar (FA Cup) og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge laugardaginn 8. janúar 2022 og hefst hann kl. 17:30.

Forkaupsréttur okkar á miðum á leikinn er hins vegar mjög skammur eða til og með þriðjudagsins 14. desember n.k., eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verð miða er það sama í allar stúkur, grunnverð fyrir fullorðna er GBP 32.-, fyrir börn, unglinga og ellilífeyrisþega (65 ára og eldri) GBP 17.-

ATH. Frá 1. janúar 2022 verða stæði í boði í Matthew Harding Lower, Shed End Upper og Shed End Lower (Safe standing) en þeir sem kaupa miða í sæti í þessum stúkum frá sama tíma verða að gera ráð fyrir að þurfa að standa á meðan að á leik stendur. Þetta fyrirkomulag er til reynslu til loka þessa keppnistímabils.

Um leið og við fáum nánari upplýsingar varðandi leikdag og leiktíma komum við þeim á framfæri við félagsmenn með tölvupósti.