rag-rafmagnshjol
banner forsida600x150

Vertu með og skráðu þig - stuttur tími til stefnu

Nú er aðeins vika til stefnu til að endurnýja aðild að Chelsea klúbbnum á Íslandi og Chelsea Football Club vegna yfirstandandi keppnistímabils en lokað verður fyrir endurnýjanir n.k. föstudag, 17. desember 2021.

Eftir það verður ekki tekið við endurnýjunum fyrr en eftir 1. júní 2022 og ekki verður um neina fyrirgreiðslu af hálfu stjórnar Chelsea klúbbsins vegna miðakaupa á leiki með Chelsea það sem eftir er af þessu keppnistímabili fyrir þá sem ekki endurnýja fyrir kl. 20:00 föstudaginn 17. desember n.k.

Árgjöld þarf einnig að greiða fyrir þessu sömu tímamörk eigi endurnýjanir að virka.

Ef þið eruð ekki viss um hvort þið eruð búin að greiða árgjöldin fyrir yfirstandandi keppnistímabil er bara að kíkja á félagatalið á www.chelsea.is, ef nöfnin ykkar er ekki að finna þar eigið þið einfaldlega eftir að greiða árgjöldin.

Árgjöldin eru sem hér segir:

  • True Blue Ticket Only = Kr. 5.500.- (20 ára og eldri).
  • True Blue Teens = Kr. 5.000.- (13 – 19 ára).
  • True Blue Juniors = Kr. 5.000.- (12 ára og yngri).

Endurnýjun fer fram á www.chelsea.is, smellið á Chelsea klúbburinn og svo á Árgjald/Skráning.

Reikningsnúmer Chelsea klúbbsins er 0133-15-200166, kennitala 690802-3840.
Vinsamlegast setjið árgjald í skýringu / tilvísun greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðanda.

Og nú er um að gera að drífa í að endurnýja og tryggja sér aðgang að miðum á leiki með Chelsea.
Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Meistarakveðja. Stórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.