rag-rafmagnshjol
banner forsida600x150

Chelsea Women - fullkominn sigur

Chelsea Women fullkomnuðu keppnistímabilið 2020 – 2021 heima fyrir með öruggum sigri á Arsenal Women í úrslitaleiknum er fram fór á Wembley leikvanginum í dag að viðstöddum 41 þúsund áhorfendum.

Lokatölur urðu 3-0 fyrir Chelsea Women, Sam Kerr með tvö mörk og Fran Kirby með eitt mark og venju samkvæmt lögðu þær stöllur mörkin upp hvor fyrir aðra, hreint magnaður dúett!

Sigurinn var afar sanngjarn, Chelsea Women höfðu mikla yfirburði frá byrjun leiks til enda, óðu í færum og áttu m.a. skot í þverslá og stöng Arsenal marksins.

Okkar stúlkur unnu alla leiki sína í keppninni og það án þess að fá á sig mark, mögnuð frammistaða.

Og þar með unnu Chelsea Women alla þá titla sem í boði voru í meistaraflokki kvenna á Englandi keppnistímabilið 2020 – 2021, frábær árangur hjá frábæru liði.

Enn ein skrautfjöðurin í hatt Emmu Hayes, hins magnaða knattspyrnustjóra.

Til hamingju Chelsea stuðningsmenn og konur með þetta frábæra lið okkar.

Meistarakveðja.

Stjórnin.