rag-snjoblasari
banner forsida600x150

Föstudagur 15. október 2021, dagur Bleiku slaufunnar.

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og dagurinn er tileinkaður þessari mikilvægu baráttu.

Chelsea klúbburinn á Íslandi hefur nú lagt sitt af mörkum og veitt málefninu stuðning með 100.000 kr. framlagi til Krabbameinsfélags Íslands. Framlag okkar er tileinkað minningu þeirra félaga okkar, bæði kvenna og karla, sem hafa látist af völdum krabbameins.

Um leið viljum við skora á alla þá er lesa þessar línur að leggja góða málefni lið, annað hvort með því að kaupa Bleiku slaufuna eða með fjárframlagi til Krabbameinsfélagsins.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.