rag-snjoblasari
banner forsida600x150

Minningar- og styrktarsjóðurinn gefur af sér

Fyrir utan það að vera hluti af Platinum stuðningsmannaklúbbi CFC á heimsvísu þá þykir okkur vænt um að geta aðstoðað okkar félagsmenn með miðakaup og geta greitt götu þeirra sem sækjast eftir aðstoð. Mest þykir okkur til koma að geta gefið af okkur í gegnum Minningar- og styrktarsjóð klúbbsins sem rekinn er með happdrætti, uppboðum og góðum styrktaraðilum. Þeim sé þökk.

Bráðlega verður Aðalfundur tilkynntur en þar munum við félagsmenn hittast og fara yfir árið sem er óvananlegt eins og eflaust margir geta tekið undir. Þó munum við síðar í vikunni afhenda einu góðgerðarmáli ávinning af ykkar stuðningi til góðra verka og vonum að sem flestir sjái sér fært að gera knattspyrnuáhuga ykkar að mannúðarmálum. Þau þurfa á okkur að halda og við á ykkur að halda.

KTBFFH

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi

Um Minningar- og styrktarsjóðinn