rag-snjoblasari
banner forsida600x150

Chelsea Women í Meistardeildinni - leikir framundan

Eins og fram hefur komið var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hjá kvennaliðum í gær. Chelsea Women munu leika í A-riðli ásamt Wolfsburg, Juventus og Servette FCCF frá Sviss. 

+Lið Wolfsburg er ógnarsterkt og hefur verið eitt af sterkustu liðum í kvennaknattspyrnunni undanfarin ár, hafa meðal annars unnið Meistaradeildina í tvígang, þrisvar endað í öðru sæti, sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari og átta sinnum hefur liðið orðið þýskur bikarmeistari.

Lið Juventus hefur orðið Ítalíumeistarar í þrígang, tvisvar hefur liðið orðið ítalskur bikarmeistari og einu sinni Meistarar meistaranna heima fyrir. Fáum sögum fer af árangri liðsins á erlendum vettvangi.

Servette FC Chenois var stofnað 1974 og lék framan af í neðri deildum í Sviss undir ýmsum nöfnum, árið 2017 var það svo sameinað liði Servette FC og heitir í dag fullu nafni Servette FC Chenois Feminin (Servette FCCF). Liðið vann sér sæti í efstu deildinni í Sviss 2018 og endaði í fjórða sæti það árið. Keppnistímabilið eftir sat liðið í efsta sæti deildarinnar er keppni var stöðvuð vegna Covid-19, var liðið útnefndur svissneskur meistari að lokum og tók því þátt í Meistaradeildinni árið eftir hvar liðið var slegið út af Atletico Madrid í 32ja liða úrslitum. Liðið vann svo svissnesku Ofurdeildina á síðasta keppnistímabili og hefur nú náð alla leið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Ætla má að Chelsea og Wolfsburg eigi nokkuð greiða leið upp úr riðli A en það má ekki vanmeta hin liðin tvö, sérstaklega ekki þær ítölsku.

Leikdagar Chelsea Women í A-riðlinum eru sem hér segir:

  • Chelsea Women vs Wolfsburg, fer fram miðvikudagskvöldið 6. október og hefst kl. 19:00.
  • Juventus vs Chelsea Women, fer fram miðvikudagskvöldið 13. október og hefst kl. 19:00.
  • Servette FCCF vs Chelsea Women, fer fram þriðjudaginn 9. nóvember og hefst kl. 17:45.
  • Chelsea Women vs Servette FCCF, fer fram fimmtudagskvöldið 18. nóvember og hefst kl. 20:00.
  • Chelsea Women vs Juventus, fer fram miðvikudagskvöldið 8. desember og hest kl. 20:00.
  • Wolfsburg vs Chelsea Women, fer fram fimmtudagskvöldið 16. desember og hefst kl. 20:00.