banner forsida600x150

Opnað fyrir miðapantanir 2021-22

Ágætu félagar.

Nú hefur verið opnað á miðapantanir á heimaleiki Chelsea í Úrvalsdeildinni 2021-2022 og má sjá á heimasíðu Chelsea klúbbsins hvenær forkaupsrétti okkar á tiltekna leiki lýkur.

Fyrirvari á miðapöntunum á leik Chelsea vs Crystal Palace sem fram fer á Stamford Bridge laugardaginn 14. ágúst n.k. er mjög skammur eða til kl. 20:00 sunnudaginn 18. júlí 2021.

Eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , skilyrði er að viðkomandi hafi greitt árgjaldið fyrir þann tíma og hafa ber í huga að reglan „ONE TICKET PER MEMBER" gildir hér sem og um aðrar miðapantanir í forkaupsrétti okkar.

Við flytjum ykkur nánari fréttir á næstu dögum um lokafresti vegna miðapantana á aðra leiki Chelsea, leiki hvar krafist er Loyalty punkta, leiki sem gefa Loyalty punkta og hversu marga sem og verðflokka leikjanna.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205. 

Með meistarakveðju.

Stjórnin.