banner forsida600x150

Leikur við Bournemouth 27. júlí

Evrópumeistarar Chelsea mun hefja undirbúningstímabilið á leik gegn Bournemouth þriðjudagskvöldið 27. júlí n.k. og fer leikur liðanna fram á Vitality Stadium í Bournemouth. Leikurinn, sem hefst kl. 18:45, verður sýndur beint á The 5th Stand app sem og á heimasíðu Chelsea Football Club.

Þess má til gamans geta að nýr stjóri hjá Bournemouth er fyrrum leikmaður Chelsea, sá heitir Scott Parker.

P.S. Minnum á að endurnýjun er nú í fullum gangi, ef nafn þitt er ekki að finna í félagatalinu á www.chelsea.is áttu einfaldlega eftir að endurnýja!