rag-rafmagnsfjorhjol
banner forsida600x150

Heilsíðukveðja til okkar allra í Morgunblaðinu

Í dag óskum við öllum okkar stuðningsmönnum og styrktaraðilum til hamingju með Evrópumeistaratitilinn 2020/2021. Það gerum við í aldreifingu Morgunablaðsins, 1. júlí 2021. Þetta fannst okkur tilvalin leið líkt og við gerðum árið 2012 þegar Bayern var lagt á heimavelli sínum í æsispennandi leik.

Chelsea klúbburinn á Íslandi hefur verið starfræktur síðan 16. mars 1997 og er einn af 32 Platinum stuðningsklúbbum Chelsea á heimsvísu.

Við skráningu í Chelsea klúbbinn á Íslandi verður viðkomandi sjálfkrafa félagi í Chelsea Football Club en með félagsaðild fylgir m.a. forkaupsréttur á flesta leiki með Chelsea, heima og að heiman.


Öflugur stuðningur félagsmanna og samtarfs -& styrktaraðila hefur gert okkur kleift að bjóða skjólstæðingum frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og öðrum er minna mega sín á leiki með Chelsea á undanförnum árum.


Því viljum við hvetja alla stuðningsmenn Chelsea að skrá sig í Chelsea klúbbinn og taka þátt í okkar góða starfi og vera í liði með sönnum sigurvegurum.

Nánari upplýsingar um Chelsea klúbbinn á Íslandi og skráningu má finna á http://www.chelsea.is eða í síma 864 6205.

3006 21 CFC-HEILSIDA MOR