Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

Gaui - taka tvö

Það er okkur sannkallað ánægjuefni að færa ykkur þær fréttir að Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND félagsins á Íslandi og félaga í Chelsea klúbbnum, hefur verið boðið af Chelsea Football Club að sitja áfram í Chelsea FC Accessible Supporters Fans´ Forum sem fulltrúi Disabled members.

Það er mikill heiður sem Guðjóni og Chelsea klúbbnum er sýndur og hefur boði Chelsea Football Club verið tekið ásamt því að stjórn Chelsea klúbbsins hefur samþykkt að styrkja Guðjón vegna fundarsetu í Fans´Forum.