Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

Super Cup 2021

Nú er það ljóst að leikur Chelsea vs Villareal um Ofurbikar Evrópu (Super Cup) mun fara fram á Windsor Park leikvanginum í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, miðvikudagskvöldið 11. ágúst n.k. en eins og flestum ætti að vera kunnugt er það árviss viðburður að nýkrýndir Evrópumeistarar og Evrópudeildarmeistarar keppa um svokallaðan Ofurbikar í byrjun hvers keppnistímabils.

Chelsea hefur keppt um þennan bikar fjórum sinnum í gegnum tíðina, fyrst árið 1970 er liðið hafði betur gegn Real Madrid með marki Gus Poyet en tapaði síðan í næstu þrjú skipti, 2012 gegn Atletico Madrid, 2013 gegn Bayern Munchen og svo loks 2019 gegn Liverpool en leikirnir gegn Bayern og Liverpool töpuðust báðir eftir vítaspyrnukeppni, lokatölur gegn Atletico gleymdar og grafnar.

Windsor Park leikvangurinn, sem rúmar u.þ.b. 18500 áhorfendur, er heimavöllur Linfield FC sem hefur verið eitt sterkasta liðið á Norður-Írlandi undanfarin ár og áratugi, jafnframt er Windsor Park heimavöllur norður-írska landsliðsins.

Á þessu stigi er óvíst hvernig miðasölu á leikinn í Belfast verður háttað en vonandi fáum við einhverja miða til ráðstöfunar fyrir okkar félagsmenn.

Meistarakveðja,

Stjórnin.