Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

Chelsea Women slógu Wolfsburg Women út

Chelsea Women lögðu Wolfsburg Women að velli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag. Leikurinn sem, rétt eins og fyrri leikur liðanna, fór fram í Újpest í Ungverjalandi og urðu lokatölur 3-0 Chelsea Women í vil.

Mörk Chelsea skoruðu Pernille Harder úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Sam Kerr, Kerr bætti svo sjálf við marki skömmu síðar og Chelsea leiddi 2-0 í hálfleik.

Fran Kirby innsiglaði svo öruggan og mjög svo sanngjarnan sigur Chelsea er hún skoraði þriðja mark liðsins 10 mínútum fyrir leikslok.

Bráðskemmtilegur leikur hvar Chelsea náði loks að sjá við þýska liðinu sem hafði í tvígang slegið Chelsea út úr þessari keppni á undanförnum árum.

Allir leikmenn Chelsea áttu fínan leik í dag en mest kom frábær frammistaða Jess Carter í stöðu hægri bakvarðar á óvart, Mjelde og Charles, sem báðar eru á undan henni í goggunarröðinni varðandi þessa stöðu, voru frá vegna meiðsla og leikbanns en Carter átti óaðfinnanlegan leik, vel gert.

Chelsea vann því samanlagt 5-1 sigur í viðureignum liðanna og mæta annað hvort Bayern Munchen eða Rosengaard í undanúrslitum.