Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

Aðventuhappdrætti - Vinningshafar

Eins og við kynntum í nóvember ákvað stjórn Chelsea-klúbbsins að efna til aðventuhappdrættis á meðal félagsmanna í stað happdrættis er ella hefði farið fram á aðalfundi félagsins en frestað varð vegna Covid-19.

Dráttur fór fram nú fyrr í vikunni og var framkvæmdin einföld, dregið var úr nöfnum allra skráðra félagsmanna með aðstoð tölvukerfis og hljóta 10 heppnir félagar okkar smáglaðning nú á aðventunni en meðal vinninga má nefna umfelgunarpakka frá Dekkjahöllinni, Chelsea treyju (Retro) og Chelsea fótbolta, hvoru tveggja áritað af leikmönnum Chelsea, gjafabréf frá Gleðipinnum og gjafabréf frá Rikka Chan.

Vinningshafar þriggja aðalvinninganna hafa verið látnir vita um vinninga sína en gjafabréf verið póstlögð til þeirra sjö er unnu til þeirra.

Nöfn vinningshafa eru (í stafrófsröð):

  • Arnar Egilsson
  • Árni Hilmar Jónsson
  • Freysteinn Guðmundur Jóhannsson
  • Gunnar Francis Schram
  • Hilmar Ingi Agnarsson
  • Kristján Birgisson
  • Reynir Vignir
  • Sigtryggur Leví Kristófersson
  • Sveinn Guðmundsson
  • Þröstur Kristinsson
Óskum vinningshöfum til hamingju og njóti þeir vel og að sjálfsögðu verðum við með happdrætti á aðalfundinum þegar þar að kemur.

Bestu kveðjur,
Stjórn Chelsea-klúbbsins á Íslandi.