Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

Frank ánægður með sigurinn - gerðum vel

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea er afar sáttur eftir 3:0-sigur gegn Rennes í E-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í London.

Timo Werner skoraði tvívegis fyrir Chelsea úr vítaspyrnum á 10. og 41. mínútu og Tammy Abraham bætti við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks.
„Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Frank.„Eftir að þeir misstu mann af velli og við skoruðum annað markið úr víti þá varð róðurinn auðveldari. Við hreyfðum boltann mjög vel í síðari hálfleik og spilamennska okkar var mjög þroskuð.Ég ræddi við Jorginho fyrir leikinn um vítin og hver ætti að taka þau. Jorginho hefur alltaf reynst okkur vel á punktinum en hann hafði brennt af tveimur spyrnum fyrir leik kvöldsins.Werner fékk tækifæri og Jorginho var sáttur við það. Honum er alveg sama hver tekur spyrnurnar, hann vill bara að liðið skori mörk.Þetta var margt mjög jákvætt við sigur kvöldsins. Ég gat hvílt leikmenn og aðrir fengu mikilvægar mínútur."