Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

Lampard sáttur með leikinn en ekki úrslitin

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, fullyrðir að hann hafi verið „mjög, mjög ánægður“ með Edouard Mendy eftir frumraun hans í ósigri Carabao-bikarsins gegn Tottenham.

 

Mendy var að byrja sinn fyrsta leik eftir 23 milljón punda komu frá Rennes. Senegal landsliðsmaðurinn skilaði sínu hlutverki vel.

Chelsea tók forystuna í fyrri hálfleik þegar Timo Werner skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir 53 milljón punda komu frá Red Bull Leipzig en Erik Lamela jafnaði þegar aðeins 6 mínútur voru eftir til að enda leikinn í vítaspyrnukeppni.

Þessi 28 ára leikmaður var örugglega á pari við Kepa Arrizabalaga en Mendy náði þó ekki að verja neina vítaspyrnum í lokin.

Lampard sagðist hins vegar ánægður með frammistöðu Mendys í heild og sagði hann valda vel þessu hlutverki.

"Mér fannst hann mjög góður," sagði Lampard. "Hann náði góðum vörslum og náði að grípa inn í á mikilvægum augnablikum"

Með svo marga leiki á svo stuttum tíma tefldi Spurs ekki fram sínum bestu mönnum. Chelsea sýndi í upphafi yfirburði en FL varð svekktur að liðið næði ekki að byggja á marki Werners

„Við vorum með yfirburði stóran hluta leiksins og hefðum viljað skora fleiri mörk. Fengum færi en Callum fékk gott tækifæri í lok fyrri hálfleiks" sagði Lampard.