Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

Barkley til Ast­on Villa

Ross Barkley er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið Aston Villa en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í morgun.

Barkley, sem er 26 ára gamall, kemur til Aston Villa frá Chelsea og skrifar undir lánssamning sem gildir út tímabilið.

Barkley gekk til liðs við Chelsea frá uppeldisfélagi sínu Everton árið 2018 en hefur aldrei náð að sýna sitt rétta andlit á Stamford Bridge.

Hann byrjaði einungis þrettán leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur fjögur.

Aston Villa hefur byrjað tímabilið vel og er með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína í fjórða sæti deildarinnar.