Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

Tveir leikmenn á leið í lán

Fikayo Tomori miðvörður Chelsea ætlar að ganga til liðs við Everton á láni út tímabilið en Michy Batshuayi er á mörkum þess að snúa aftur til Crystal Palace samkvæmt fréttum.

Tomori lék 22 leiki með liði Frank Lampard á síðustu leiktíð en þessi 22 ára leikmaður kom alls ekki við sögu eftir að leikir hófust aftur í júní. Tomori stendur frammi fyrir aukinni samkeppni um aðalliðssæti eftir komu Thiago Silva í frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain í sumar.

ESPN greinir frá því að Everton sé nálægt því að klára lánssamning fyrir Tomori á tímabilinu en Rennes og Newcastle United hafa einnig áhuga.