Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

Ivanovic á leið í WBA

Serbneski knatt­spyrnumaður­inn Bran­islav Ivanovic er við það að ganga til liðs við nýliða West Brom í ensku úr­vals­deild­inni en stjóri liðsins, Slaven Bilic, seg­ir fé­lagið og leik­mann­inn ekki nema nokkr­ar klukku­stund­ir frá sam­komu­lagi.

Ivanovic er 36 ára varn­ar­maður og án fé­lags eins og er en hann varð samn­ings­laus hjá Zenit í Rússlandi á dög­un­um. Hann er ensku úr­vals­deild­inni vel kunn­ur enda spilaði hann fyr­ir Chel­sea í níu ár, til árs­ins 2017.

„Hann verður frá­bær viðbót við lið okk­ar, hann hef­ur af­rekað allt á ferl­in­um og býr yfir því­líkri reynslu. Hann væri feng­ur fyr­ir lið eins og okk­ur, nýliða,“ sagði Bilic á blaðamanna­fundi sín­um en West Brom hef­ur leik á morg­un, fær Leicester í heim­sókn.

„Við erum mjög ná­lægt því að semja við hann, von­andi tek­ur það ekki nema nokkr­ar klukku­stund­ir í viðbót.“

Ivanovic átti góðu gengi að fagna með Chel­sea þar sem hann varð ensk­ur meist­ari 2010 og 2015, bik­ar­meist­ari 2009, 2010 og 2012, deilda­bik­ar­meist­ari 2015, Evr­ópu­meist­ari 2012 og vann Evr­ópu­deild UEFA með liðinu 2013.

Hann lék 261 leik með Chel­sea í úr­vals­deild­inni og skoraði 22 mörk og þá hef­ur Ivanovic spilað 92 lands­leiki fyr­ir Serbíu og skorað í þeim 12 mörk.