banner forsida600x150

Mögulega nýtt met

Chelsea hefur farið mikinn á félagskiptamarkaðnum í sumar en Chelsea hefur nú þegar  fest kaup á þeim Hakim Ziyech, Timo Werner og Ben Chilwell í sumar.

Þá hefur félagið einnig fengið þá Thiago Silva og Malang Sarr á frjálsri sölu. Enskir fjölmiðlar bíða svo eftir því að félagið staðfesti kaupin á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen en hann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í gær.

Enskir fjölmiðlar segja að Chelsea muni borga 90 milljónir punda fyrir Havertz, 70 milljónir við skiptin, og svo bætast við 20 milljónir punda þegar fram líða stundir.

Chelsea hefur því eytt 230 milljónum punda í félagaskiptaglugganum í sumar sem er nýtt met.

Manchester City átti gamal metið sem var tæplega 224 milljónir punda sumarið 2017 en þá keypti félagið meðal annars þá Benjamin Mendy, Kyle Walker, Bernardo Silva, Ederson og Danilo.