banner forsida600x150

Leikmenn Chelsea smitaðir?

Sex leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea greindust með kórónuveiruna á dögunum en það er Sportsmail sem greinir frá þessu. 

Þá eru tveir til viðbótar í sóttkví en þetta setur undirbúning liðsins fyrir keppnistímabilið sem hefst í næsta mánuði í mikið uppnám.  

Þeir Tammy Abraham, Mason Mount, Christian Pulisic og Fikayo Tomori fóru allir til Grikklands í sumarfrí en þeir eru nú í einangrun.

Þá hafa þeir Jorginho, Ross Barkley, Emerson og Michy Batshuayi ekki sést á æfingasvæði liðsins en þeir eru allir í sóttkví, ásamt fjórmenningunum sem fóru til Grikklands.

Chelsea heimsækir Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þann 14. september næstkomandi.