banner forsida600x150

Félagsfundi aflýst, vorhappdrættið á sínum stað

Félagsfundur sem var fyrirhugaður í lok mánaðarins hefur nú, m.a. fyrir tilmæli frá Chelsea Football Club í ljósi Covid-19 og fárra viðfangsefna, verið blásinn af.

Til stóð að draga í vorhappdrættinu á fundinum auk þess að gera upp Tippleik Chelsea.is. Þá hafa yfirleitt einhverjir spennandi leikir með Chelsea í beinni útsendingu, á undan eða eftir fund, verið á dagskrá en vegna Covid-19 er slikt ekki í boði um þessar mundir, þá er óljóst um endanlega niðurstöðu í Tippleiknum af sömu ástæðu, þ.e. engir leikir með Chelsea í gangi þessa dagana og vikurnar.

Stjórn Chelsea-klúbbsins tók því þá ákvörðun í ljósi alls þessa að blása fundinn af en draga þess í stað í vorhappdrættinu á óformlegum stjórnarfundi n.k. laugardag, 30. maí.

Hægt verður að fjárfesta í happdrættinu til miðnættis næsta föstudag, nöfn vinningshafa verða svo birt í tölvupósti til félagsmanna auk þess sem haft verður samband við vinningshafa varðandi afhendingu vinninga.

Uppgjör Tippleiksins bíður svo þess sem verða mun um framhald keppnistímabilsins hjá Chelsea Football Club.

Vonum að félagsmenn sýni þessari ákvörðun stjórnarinnar skilning á þessum undarlegu tímum.