banner forsida600x150

Heimavöllur Chelsea klúbbsins á Íslandi

olverÁ fundi með nýjum eigendum Sportbarsins Ölvers í gær og á stjórnarfundi í framhaldinu var samþykkt að halda áfram samstarfi Chelsea klúbbsins og Ölvers en slíkt hafði komið til tals á milli stjórnarmanna í Chelsea klúbbnum og nýrra eigenda í byrjun ágústmánaðar en af óviðráðanlegum orsökum ekki hægt að funda um slíkt fyrr en í gær.

Báðir aðilar binda vonir við að samtarfið verði farsælt og öllum viðkomandi til ánægju.

Ræddar voru hugmyndir um ýmsar nýungar í samstarfinu sem væntanlega verða kynntar fljótlega, ýmsar skemmtilegar uppákomur þar í myndinni.

Þá var ákveðið að endurvekja „Chelsea Pub Quizið“ og verður það fyrsta vonandi haldið innan skamms.

Við munum auglýsa rækilega hvenær um beinar útsendingar frá leikjum Chelsea verður að ræða í Ölveri, verður slíkt gert með tölvupósti til félagsmanna o.fl., á heimasíðu Chelsea klúbbsins sem og á Chelsea fésinu.

Og það er ljóst að strax á næsta sunnudag, 22. september, verður Chelsea á skjánum í Ölveri er liðið tekur á móti Liverpool á Stamford Bridge í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikur liðanna hefst kl. 15:30 og hvetjum við alla þá sem hafa færi á að mæta í Ölver og eiga þar vonandi góða og skemmtilega stund með öðrum knattspyrnuáhugamönnum.