banner forsida600x150

Hafa ber í huga, endurnýjun o.fl.

Chelsea Football Club hefur ákveðið að færa tímamörk vegna endurnýjunar vs 5 Loyalty Points til föstudagsins 26. júlí n.k. og má búast við miklu álagi á heimasíðu félagsins þann dag, er því vissara að draga það ekki um of að endurnýja ef punktarnir 5 eiga að fást sjálfkrafa, punktar sem koma sér vel ef forkaupsréttur á að koma að notum vegna miðakaupa á leiki með Chelsea þegar punkta er krafist.

Félagatal Chelsea klúbbsins hefur nú verið uppfært á www.chelsea.is, ef nafnið þitt er ekki að finna þar áttu einfaldlega eftir að endurnýja, teljir þú hins vegar að það sé búið og gert en nafnið vanti í félagatalið þá endilega sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.