banner forsida600x150

Dregið í Vorhappdrættinu

Dregið var í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins á félagsfundi er haldinn var í Ölveri miðvikudagskvöldið 29. maí sl. en þátttaka í happdrættinu var mjög góð að vanda.

Búið er að hafa samband við þá vinningshafa sem ekki voru staðnum og eru þeir flestir nú búnir að fá vinninga sína í hendur sér eða senda til sín.

Stjórn Chelsea klúbbsins þakkar öllum þeim er lögðu málefninu lið, bæði þeim fjölda félagsmanna er freistuðu gæfunnar sem og velunnurum klúbbsins er lögðu til vinninga vegna þessa.