banner forsida600x150

The Shed Wall, úrslit liggja fyrir

Íslandsvinurinn Bobby Tambling varð hlutskarpastur í kjörinu um hvaða goðsögn úr röðum fyrrum leikmanna Chelsea Football Club skyldi næstur njóta þess heiðurs að prýða The Shed Wall á Stamford Bridge en úrslitin voru kunngjörð á heimasíðu Chelsea Football Club, www.chelseafc.com, í dag en þar má finna nánari upplýsingar um Bobby Tambling og feril hans hjá Chelsea.

Í tilefni af kjörinu mun verða athöfn við The Shed Wall á fimmtudag fyrir leik Chelsea vs Slavia Prag í Evrópudeildinni og hefst hún kl. 17:30 að staðartíma.

image002

Bobby Tambling við Bláa lónið ásamt Ron „Chopper“ Harris.