banner forsida600x150

Hvern viltu fá á The Shed Wall?

Nú getur þú haft áhrif á útlit The Shed Wall á Stamford Bridge en Chelsea Football Club býður þessa dagana stuðningsmönnum félagsins  að kjósa á milli fimm Chelsea goðsagna um hver þeirra verður þess heiðurs aðnjótandi að verða næsti „The Shed Wall félagi“ á Stamford Bridge.

Þeir leikmenn sem valið stendur um eru þessir (í stafrófsröð):

  • Bobby Tambling
  • Charlie Cooke
  • Jimmy Greaves
  • John Hollins
  • Roy Bentley

Nánari upplýsingar um þessa kappa má svo finna á heimasíðu Chelsea, www.chelseafc.com en kjörið, sem stendur yfir til föstudagsins 22. mars n.k., fer fram á heimasíðunni, einnig á The 5th Stand App.

Opna síðuna