banner forsida600x150

Leikmaður ársins 2018 - 2019, úrslit

Úrslit í kjöri félaga í Chelsea klúbbnum á Íslandi á leikmanni keppnistímabilsins 2018 – 2019 hjá Chelsea liggja nú fyrir.

Alls greiddu 53 félagsmenn atkvæði í kjörinu og féllu atkvæði sem hér greinir:

  • Eden Hazard 31 atkvæði
  • N´Golo Kanté 10 atkvæði
  • Cesar Azpiliqueta 5 atkvæði
  • Willian 3 atkvæði
  • David Luiz 2 atkvæði
  • Callum Hudson-Odoi 1 atkvæði
  • Pedro 1 atkvæði


Úrslitin eru ótvíræð, Eden Hazard er leikmaður tímabilsins og er hann vel að útnefningunni kominn.

Þá er bara spurning um hvaða leikmaður hefur orðið fyrir valinu hjá öðrum stuðningsmannaklúbbum Chelsea en heildarkosningin er sameiginleg með öllum viðurkenndum stuðningsmannaklúbbum Chelsea og verða tveir fulltrúar einhvers þeirra klúbba er taka þátt svo dregnir út að lokinni kosningu og fá þeir tækifæri til að afhenda leikmanni ársins viðurkenningu vegna kjörsins fyrir leik Chelsea vs Burnley mánudagskvöldið 22. apríl n.k.

Einar Örn Birgisson var dreginn út af þeim sem tóku þátt og óskum við honum til hamingju.