banner forsida600x150

Tippleikurinn

Tippleikur Chelsea.is er nú kominn á stjá að nýju, fyrsta tippið brestur á á laugardaginn er Chelsea heimsækir Huddersfield Town í Úrvalsdeildinni.

Um Tippleikinn:

Tippleikur Chelsea klúbbsins er góð skemmtun. Þetta er einfaldur leikur sem virkar þannig að giskað er á úrslit í leikjum Chelsea og hvaða leikmaður er fyrstur til að skora í viðkomandi leik. Stig eru gefin til getspakra þátttakenda. Eitt stig er gefið fyrir að giska á rétt úrslit leiks. Þrjú stig eru gefin fyrir að giska á rétta markatölu og þrjú stig eru gefin fyrir að giska á fyrsta markaskorara. Þannig er mest hægt að fá 7 stig í hverri umferð.

Vegleg verðlaun eru veitt til þeirra sem skipa efstu sætin en þó geta eingöngu félagsmenn í Chelsea klúbbnum unnið til verðlauna.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að þegar leikir fara í framlengingu, þá gilda úrslit að loknum venjulegs leiktíma (almenn regla hjá Getraunum). Það sama gildir um fyrsta markaskorara.
Fyrir þá sem eru að skrá sig inn og muna ekki lykilorðið sitt er bent á að hafa samband í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Þeir sem eru að skrá sig inn í fyrsta sinn þurfa að staðfesta skráningu með því að opna það netfang sem notandi er skráður á og staðfesta skráningu. Í örfáum tilfellum gæti sá póstur lent í ruslasíum pósthólfa.
Góða skemmtun.