banner forsida600x150

Félagsfundur Chelsea klúbbsins 26. maí 2018

Stjórn Chelsea klúbbsins boðar hér með til félagsfundar laugardaginn 26. maí n.k. í Ölveri og hefst hann kl. 15:00.

Dagskrá:

  • Kjör á leikmanni ársins, nafn eins þátttakanda dregið út og sá hinn sami fær smáglaðning.
  • Tippleikur Chelsea.is, úrslit kunngjörð og verðlaun afhent.Dregið í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins.
  • Fréttir úr höfuðstöðvum Chelsea Football Club.
  • Heimavöllur Chelsea klúbbsins.

Önnur mál.

Einn heppinn fundargestur hlýtur smáglaðning fyrir það eitt að mæta á fundinn, verður það þú?
Að fundi loknum er svo leikur Aston Villa vs Fulham sýndur beint frá Wembley leikvanginum en liðin kljást um laust sæti í Úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili.

Í beinu framhaldi hefst svo upphitun fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu, Liverpool og Real Madrid eigast við í Kiev og hefst leikurinn kl. 18:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í Ölveri.