banner forsida600x150

Leikmaður ársins

Nú liggja úrslit í kjöri á leikmanni ársins fyrir og hafa þau verið send til höfuðstöðvanna í London.

Þátttaka var ansi dræm, aðeins 46 félagsmenn sáu ástæðu til að taka þátt í kjörinu og féllu atkvæði þeirra sem hér segir:

  • Willian                        18 atkvæði
  • Eden Hazard               10 atkvæði
  • Cesar Azpilicueta         9 atkvæði
  • N´Golo Kanté                9 atkvæði

Nafn eins hinna 46 þátttakenda verður svo dregið úr happdrættispotti á vorfundi Chelsea klúbbsins í maí og hlýtur sá hinn sami glaðning að launum frá einum af styrktaraðilum klúbbsins.