banner forsida600x150

Leikir í mars 2018

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í mars verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Manchester City vs Chelsea, fer fram á Etihad Stadium sunnudaginn 4. mars og hefst kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Chelsea vs Crystal Palace, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn  10. mars og hefst kl. 17:30, sýndur beint á BT SPORT.
  • Burnley vs Chelsea, fer fram á Turf Moor laugardaginn 17. mars og hefst kl. 12:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Ef Chelsea tekur þátt í sjöttu umferð FA Cup verður leik liðanna frestað um óákveðinn tíma!

  • Leikur Chelsea vs Tottenham Hotspur sem fyrirhugaður var á Stamford Bridge laugardaginn 31. mars hefur nú verið færður til sunnudagsins 1. apríl og á að hefjast kl. 16:00, sýndur beint á SKY SPORTS.

Mögulega verður leikurinn færður aftur til laugardagsins 31. mars kl. 12:30, þ.e. ef annað hvort liðanna verði enn með í Meistaradeildinni og á leik þriðjudagskvöldið eftir.